- Advertisement -

Framseljanlegur kvóti á flugferðir

Gunnar Smári skrifar:

Ef hin best settu valda mestri mengun er ekki valkostur að ætla að skattleggja mengun. Hinum best settu munar lítið um borga meira fyrir flugfarið, mörg þeirra gera það þegar sjálfviljug með því að kaupa business-class eða leigja sér einkaþotur eða kaupa. Skattlagning mun því ekki hafa áhrif á neyslu þeirra eða áhrif af henni. Hins vegar mun hækkun fargjalda draga úr flugferðum þess fólks sem á varla efni á þeim í dag. Þetta eru áhrifin af flatri skattlagningu í samfélögum þar sem ójöfnuður er mikill. Flöt skattlagning eykur þar við ójöfnuðinn.Ef fólk vill draga úr flugumferð er nær lagi að skammta ferðirnar þannig að allir fá t.d. eina ferð til útlanda, fram og til baka.

Ef fólk vill má hafa þennan kvóta framseljanlegan. Þá fengju hin fátækari einhvern pening fyrir að ferðast ekki (samkvæmt þessari frétt á það þegar við um helming Breta). Ef fólki finnst það ósanngjarnt, að hin fátæku freistist til að selja frá sér utanlandsferðirnar eins og þau hafa selt frá sér sumarleyfin hingað til; þá má sjá fyrir sér að utanlandsferðir þeirra safnist upp á meðan hin best settu verða búin með sínar snemma í janúar og þurfa eftir það að nota fjarskipti í samskiptum sínum við útlönd eða þá sigla á milli landa.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: