- Advertisement -

Gistinóttum fjölgar

Gistinætur á hótelum í nóvember voru 160.300 sem er 16% aukning miðað við nóvember 2013. Gistinætur erlendra gesta voru 83% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 24% frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fækkaði um 10%. Yfir tólf mánaða tímabil hefur fjöldi gistinátta aukist um 13%.

Flestar gistinætur voru á höfuðborgarsvæðinu, um 124.400, sem er 14% aukning miðað við nóvember 2013. Næst flestar voru gistinætur á Suðurlandi eða um 16.200. Erlendir gestir með flestar gistinætur í nóvember voru; Bretar 46.400, Bandaríkjamenn með 29.400, og Þjóðverjar með tæplega 6.800 gistinætur.

Nýting herbergja í nóvember var best á höfuðborgarsvæðinu eða tæplega 85%. Á Suðurnesjum var um 48% nýting á herbergjum.

Sjá á vef Hagstofunnar.

 

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: