- Advertisement -

Grasrótarlaus forysta á ríkisstyrkjum

Gunnar Smári skrifar:

Við lifum tíma sem kalla má póst-lýðræði. Eftir almennan kosningarétt eftir fyrra stríð byggðust upp fjöldahreyfingar af hagsmunabaráttu almennings sem höfðu mótandi áhrif á uppbyggingu samfélagsins, sáðu fræjum sem hefðu getað orðið að stoðum undir góðu samfélagi. Í dag eru flokkarnir á þingi ekkert nema leiktjöldin, grasrótarlaus forysta á ríkisstyrkjum.

Þarna kemur fram að um 900 manns muni taka þátt í prófkjöri Pírata þar sem um 90 manns eru í framboði. Hver frambjóðandi dregur því ekki nema tíu að kjörborðinu. Píratar fengu 71 m.kr. í styrk í fyrra til að örva lýðræðið. Það gera næstum 80 þús. kr. á hvern þann sem sýndi flokknum nægan áhuga til að kjósa í prófkjörinu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Eftir stjórnarkjör í VR hafði fólk áhyggjur þar sem aðeins rúmlega 10 þúsund tóku þátt. Það er áhyggjuefni, en veikleikar stjórnmálaflokkanna er líka stórkostleg áhyggjuefni. Okkur mun ekki takast að byggja upp gott samfélag nema með virkri þátttöku almennings


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: