- Advertisement -

Guðlaugur Þór ráðherra leiðréttur

Marinó G. Njálsson skrifar:

Umræða „Oft hefur verið rætt um, að yrði álveri lokað á Íslandi, þá þyrfti að reisa álver í öðru landi, þar sem rafmagn væri framleitt með kolabruna. Ráðherra orkumála hélt þessu m.a. fram í Silfrinu sl. mánudag, þegar hann var spurður að því hvort til greina kæmi að endurnýja ekki samninga við eitthvert álveranna til að hafa raforku til orkuskiptanna.

Svo vill til, að þegar fyrirtækin, sem reistu þau þrjú álver sem eru á Íslandi, voru að velta fyrir sér staðsetningu á verksmiðjum sínum, þá stóð valið á milli Íslands og annarra landa þar sem einnig átti að framleiða raforkum með vatnsafli.

Ég vil bara að fólk hafi þetta í huga í þessari umræðu. Valið var ekki á milli vatnsorku á Íslandi og kolaorkuvers í einhverju öðru landi. Valið var á milli vatnsorku í mismunandi löndum.“

Greinin birtist fyrst á Facebooksíðu höfundar. Hún er birt hér með góðfúslegu leyfir höfundar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: