- Advertisement -

Halli á vöruskiptajöfnuði

Vöruskipti í nóvember voru hagstæð um 5,3 milljarða króna. Á sama tíma árið 2013 voru þau hagstæð um 11,4 milljarða. Fyrstu ellefu mánuði ársins 2014 voru fluttar út vörur fyrir 538,1 milljarð króna en inn fyrir 539,9 milljarða króna fob.

Vöruskiptin við útlönd voru því óhagstæð um 1,8 milljarða króna, reiknað á fob verðmæti, en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 43 milljarða á gengi hvors árs. Vöruskiptajöfnuðurinn var því  44,8 milljörðum króna lakari en á sama tíma árið áður.

Fyrstu ellefu mánuði ársins 2014 var verðmæti vöruútflutnings 27 milljörðum eða 4,8% lægra á gengi hvors árs en á sama tíma árið áður. Iðnaðarvörur voru 52,4% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 1,8% lægra en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 41,3% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 12,2% lægra en á sama tíma árið áður, aðallega vegna fiskimjöls og heilfrysts fisks. Á móti kom að aukning varð á sölu skipa og flugvéla.

Fyrstu ellefu mánuði ársins 2014 var verðmæti vöruinnflutnings 17,8 milljörðum eða 3,4% hærri á gengi hvors árs en á sama tíma árið áður. Aukinn innflutningur var á flutningatækjum, aðallega skipum og fólksbílum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sjá nánar á vef Hagstofunnar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: