- Advertisement -

Háskólamenntun bara fyrir ríka?

Lilja Mósesdóttir skrifaði:

Ég varð algjörlega orðlaus þegar ég las þessa frétt um 4% prósent vexti á verðtryggðum námslánum sem er afleiðing breytinga á námslánakerfinu síðast liðin þrjú ár. Vextirnir eru dæmi um ríkisstjórn án nokkurrar framtíðarsýnar. Líftími menntunar hefur styst og fleiri þurfa að bæta við sig menntun eða fara í endurmenntun vegna tæknibyltingarinnar. Færri frá tekjulitlum fjölskyldum eiga nú kost á að fjárfesta í menntun sem mun leiða til aukins ójafnaðar og félagslegs óróa (sbr. Bandaríkin). Dýr námslán munu leiða til skorts á nauðsynlegri sérfræðiþekkingu á Íslandi og við getum ekki sætt okkur við að leysa eigi þann vanda með því að bjóða erlenda sérfræðinga velkomna til landsins!

Greinina birti Lilja á eigin Facebooksíðu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: