- Advertisement -

Hitt og þetta um þjóðarhag

Í gær kom út hagtölubók Hagstofu Íslands, Landshagir, en ritið er yfirlit tölulegra upplýsinga um flesta þætti samfélagsins.

Þar má m.a sjá að á síðasta ári:

 • Íbúum landsins fjölgar um 1,2%
 • Hlutfall kvenna aldrei hærra í sveitarstjórnarkosningum
 • Dregur úr atvinnuleysi á milli ára
 • Regluleg laun fullvinnandi voru 436 þúsund krónur á mánuði
 • Karlar sem búa einir eru verr staddir fjárhagslega en konur sem búa einar
 • Heildarútgjöld til heilbrigðismála eru 9% af landsframleiðslu
 • Viðtakendum greiðslna vegna fæðingarorlofs fækkaði á milli ára
 • 98% landsmanna teljast til netnotenda
 • Verðbólga var 3,9% á árinu 2013
 • 3,5% hagvöxtur árið 2013
 • Mannfjöldi í heiminum er rúmir 7 milljarðar

Bókin er til sölu í afgreiðslu Hagstofu Íslands að Borgartúni 21a og kostar einungis 3.500 krónur. Þá má panta ritið á vefnum, en einnig má nálgast efni Landshaga endurgjaldslaust á vef Hagstofu Íslands.

 

 

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: