- Advertisement -

Húsvanir ráðherrar

Sigurjón Magnús Egilsson:

„Mestu ræður persónulegur metnaður ráðherranna en ekki hvað þeir kunna og hvað þeir geta.“

Leiðari Ætli það hafi aldrei gerst að þingmenn hafi afþakkað að verða ráðherrar í ráðuneyti sem þeir hafa lítið eða ekkert vit á þeim málaflokkum sem þar er sinnt. Davíð Oddsson sagði að flestir ráðherrar verði fljótt húsvanir. Að embættismennirnir læri fljótt á vanþekkingu ráðherranna. Og ráði því sem þeir vilja ráða. Án þess að ráðherrann verði þess svo var, sökum eigin vanþekkingar.

Auðvitað gerist þetta aftur og aftur. Mestu ræður persónulegur metnaður ráðherranna en ekki hvað þeir kunna og hvað þeir geta. Það er alls ekki svo að Framsókn sé endilega verri í þessu en aðrir flokkar. Kannski bara alls ekki.

Framsókn fékk fjármálaráðuneytið í uppstokkari ríkisstjórn. Formaðurinn stökk á það fegins hendi. Hann hefur greinilega mikinn metnað. Ekki síst þegar skoðað er hver er varaformaður Framsóknar og hver hennar menntun er. Lesum um menntun Lilju Alfreðsdóttur:

„Stúdentspróf MR 1993. Skiptinám í stjórnmálasögu Austur-Asíu við Ewha University, Seúl, 1993–1994. BA-próf í stjórnmálafræði HÍ 1998. Skiptinám í þjóðhagfræði og heimspeki við Minnesota University 1998. Meistaragráða í alþjóðahagfræði frá Columbia University, New York, 2001.“

Hvað sem við týnum til að hæfileikum Sigurðar Inga mun hann alltaf standa verr en Lilja Alfreðsdóttir þegar kemur að fjármálaráðuneytinu. Lilja er með menntun í ríkisfjármálin. Ekki Sigurður Ingi. Það er alls ekki svo að ráðherrar setjast eingönu í þá ráðherrastóla þar sem menntun þeirra eða reynsla passar best. Ef svo væri hefði Framsókn átt að fá matvælaráðuneytið til handa Sigurði Inga.

Eflaust geymir stjórnmálasagan mun fleiri ámóta tilfelli.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: