- Advertisement -

Húsvíkingar stóðu með nauðgaranum: „Ég trúi því ekki að hann hafi gert þetta, hann er bara ekki þannig strákur“

113 Húsvíkingar rituðu nafn sitt undir lista til stuðnings dæmdum nauðgara í bænum. „Ég trúi því ekki að hann hafi gert þetta, hann er bara ekki þannig strákur,“ lét einn bæjarbúa hafa eftir sér í fjölmiðlum, nauðgaranum til stuðnings.

Árið er 1999. 17 ára stúlku var nauðgað á Húsavík og hún leitaði strax til lögreglu eftir nauðgunina. Fórnarlambið lagði síðan fram kæru daginn eftir og maðurinn var dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrir nauðgunina. Sá dómur var staðfestur í Hæstar´étti.

Þolandinn fór að finna fyrir slæmu viðmóti stórs hóps Húsvíkinga. Henni var ekki heilsað af heimamönnum og henni fór að berast nafnlaus textaskilaboð með ljótu orðfæri og hótunum. Úti á skemmtanalífinu gengu Húsvíkingar upp að henni og sögðu henni að hún væri ógeðsleg.

Stúlkan flutti til Reykjavíkur og hefur aldrei snúið aftur til Húsavíkur. Í dag býr hún í Noregi þar sem hún starfar sem læknir. Þegar hún heimsækir Húsavík í dag fær hún aðeins ónotatilfinningu í brjóstið, í stað þess að líða eins og hún væri að koma á heimaslóðir.

Ári eftir nauðgunina gekk undirskrifarlisti um bæinn, til stuðnings nauðgaranum og rituðu 113 manns nafn sitt á listann. Yfirlýsing hópsins var síðan birt í bæjarblaðinu.

Málið á Húsavík var rifjað upp á Kynjaþingi sem haldið var í Háskóla Íslands síðasta laugardag. Baráttuh´ópurinn Öfgar stóð fyrir þinginu og í erindinu Saga þolenda – hin raunverulega slaufun, var meðal annars nauðgunarmálið á Húsavík rifjað upp.

HÉR getur þú hlustað á erindið í heild sinni.