- Advertisement -

Hversu sterk er Svandís?

Sigurjón Magnús Egilsson:

Hversu sterk er Svandís? Hún er nógu sterk til að standa mjálmið af sér. Samt verður ekki útilokað að hún sættist á stólaskipti.

Alþingi kemur saman á mánudaginn eftir hraustlegt jólafrí. Fyrsta mál verður Grindavík og hvað beri að gera. Hvaða lögum þarf að breyta til að unnt verði að koma sem mest og best til móts við Grindvíkinga. Sennilega verður Alþingi sammála um hvað beri að gera. Alla vega að mestu.

Næst mál er væntanleg vantrauststillaga á Svandísi Svavarsdóttur. Margir þingmanna Sjálfstæðisflokksins hafa talað drjúgt um pólítiskar afleiðingar vegna álits umboðsmanns Alþingis.

Við blasir að Bjarni formaður hefur leyft þingmönnunum að segja það sem sagt hefur verið. Nú á Bjarni eftir að troða upp í þingmennina. Benda þeim á að greiða atkvæði gegn vantrauststillögunni. Sem þeir munu gera.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hún er nógu sterk til að standa mjálmið af sér.

Samkvæmt hefðinni mun Framsókn standa einhuga og verja Svandísi vantrausti. Þar á bæ veit allur þingflokkurinn að eftir kosningar munu aðeins þriðjungur halda þingsætinu. Mikið þarf að gerast til að svo fari ekki. Ekki meira um Framsókn í bili. Hver sem er getur lesið Framsókn eins og opna bók.

Davíð segir í nýjasta Reykjavíkurbréfinu að Sjálfstæðisflokkurinn verði með storminn í fangið. Vandi flokksins er hreint ævintýralegur. Þó Bjarni sé í vondum málum verður ekki öðru trúað en að hann hafi stjórn á þingflokknum. Lengra nær vald Bjarnia ekki.

Hversu sterk er Svandís? Hún er nógu sterk til að standa mjálmið af sér. Samt verður ekki útilokað að hún sættist á stólaskipti. Sjávarútvegsfrumvarp hennar mun vissulega grafa undan stöðu hennar. Lafi ríkisstjórnin eitthvað áfram mun Svandís ekki vera nógu sterk til að koma frumvarpinu í gegnum Alþingi.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: