- Advertisement -

Jólamaturinn ódýrastur í Bónus

Bónus Nýbýlavegi er oftast með ódýrasta jólamatinn en Samkaup Úrval í Hafnarfirði oftast með þann dýrasta. Oftast var á milli 25-50% verðmunur á hæsta og lægsta verði.

Verðlagseftirlit ASÍ gerði verðkönnun á jólamatvöru í níu matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu sl. þriðjudag. Kannað var verð á 105 algengum vörum sem eru í boði fyrir jólahátíðina. Bónus Nýbýlavegi var með lægsta verðið í 77 tilvikum af 105, Krónan Granda í 10 tilvikum og Víðir Skeifunni 9 sinnum. Samkaup-Úrval Hafnarfirði var með hæsta verðið í 32 tilvikum af 105, Iceland Engihjalla í 27 tilvikum og Nóatúni í Nóatúni í 17 tilvikum.

Mestur munur á hæsta og lægsta verði í könnuninni reyndist vera á grænmeti og ávöxtum. Mestur verðmunur var á ódýrustu fersku jarðaberjunum en þau voru dýrust á 3.495 kr/kg hjá Hagkaupum en ódýrust á 1.709 kr/kg hjá Krónunni, verðmunurinn er 1.786 kr. eða 105%. Einnig var mikill verðmunur á SFG forsoðnum parísarkartöflum 2*300 gr sem voru dýrastar á 498 kr. hjá Nettó Mjódd og Fjarðarkaupum en ódýrastar á 307 kr. hjá Hagkaupum verðmunurinn 191 kr. eða 62%.

Minnstur verðmunur í könnuninni reyndist vera á MS ¼ l. rjóma sem var dýrastur á 239 kr. hjá Víði en ódýrastur á 230 kr. hjá Bónus og Krónunni sem er 4% verðmunur.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Af þeim vörum sem til voru í öllum verslunum má t.d. nefna að mikill verðmunur var á 135 gr. konfektkassa frá Nóa sem var ódýrastur á 835 kr. hjá Bónus en dýrastur á 1.198 kr. hjá Samkaupum-Úrvali sem er 43% verðmunur. Einnig var mikill verðmunur á Kristjáns laufabrauði sem var ódýrast á 1.648 kr hjá Víði en dýrast á 2.239 kr hjá Nóatúni sem er 36% verðmunur. ½ l. malt í dós frá Ölgerðinni var ódýrust á 139 kr. hjá Bónus en dýrust á 168 kr. hjá Iceland sem er 21% verðmunur.

Flestar vörurnar sem skoðaðar voru í könnuninni voru fáanlegar í verslun Iceland eða í 99 tilvikum af 105 og Bónus og Víðir átti 89. Fæstar af vörunum voru fáanlegar hjá Nóatúni eða aðeins 72 af 105 og Samkaup-Úrval átti til 73.

Sjá nánari upplýsingar í töflu.

 

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: