- Advertisement -

Lífeyrissjóðurinn læsti á eigið fólk

„Við vorum þarna ósköp venjulegt fólk sem eigum það sameiginlegt að vera sjóðfélagar í lífeyrissjóðum og blöskra framganga þeirra og hroki.“

Ragnar Þór Ingólfsson.

Ragnar Þór Ingólfsson fór með Grindvíkingum til Lífeyrissjóðsons Gildis. Þetta skrifaði Ragnar Þór um heimsókninas:

„Það var ótrúlegt að verða vitni af hrokanum sem viðgenst gagnvart sjóðfélögum lífeyrissjóðanna. Við stóðum fyrir mótmælum í dag kl.15 í höfuðstöðvum Gildis lífeysissjóðs og Landssamtaka lífeyrissjóða. Það var búið að kalla til lögreglu og fulltrúar frá þekktu öryggisfyrirtæki voru mættir á staðinn til að varna fólki inngöngu í afgreiðslu Gildis.

Fyrst átti ekki að hleypa okkur inn í bygginguna þrátt fyrir að auglýst opnun sé til kl.16 en okkur tókst þó að komast inn en vorum stoppuð af öryggisvörðum í afgreiðslunni. Stjórnendur Gildis féllust hinsvegar á að ávarpa okkur í andyrinu.

Þetta er lýsandi viðhorf stjórnenda kerfisins gagnvart sjóðfélögum. Okkur koma málefni lífeyrissjóðanna ekkert við.

Við vorum þarna ósköp venjulegt fólk sem eigum það sameiginlegt að vera sjóðfélagar í lífeyrissjóðum og blöskra framganga þeirra og hroki.

Ég heyrði því fleygt í dag að fráfarandi framkvæmdastjóri Árni Guðmundsson hafi fengið tveggja ára starfslokasamning. Fyrra árið má hringja í hann en ekki seinna árið, eftirmaður Árna var svo skipaður án auglýsingar. Ég neita reyndar að trúa því að þetta sé rétt. En það væri gott ef einhver gæti kallað eftir þessum upplýsingum. Því það er alveg ljóst að hinn almenni sjóðfélagi býr við annan tekjuraunveruleika en stjórnendur sjóðanna gera.

Ef rétt reynist kostar álíka mikið að gera starfslokasamning við Árna og að fella niður vexti og verðbætur á lánum Grindvíkinga í þrjá mánuði.

Framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða tók á móti okkur, einnig fram á gangi, en Þórey er helsta talskona lífeyrissjóðanna en hefur ekkert hlutverk þegar kemur ávöxtun lífeyris. Þórey var með launagreiðslur upp á 34 milljónir árið 2022 sem hækkuðu um 2,4 milljónir frá fyrra ári. Sem er líklega nærri lagi, þ.e. hækkunin, því sem sjóðfélagar fá í lífeyri á ári hverju.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: