- Advertisement -

Lindarhvoll er eitrað mál sem hefur valdið gríðarlegum skaða

Það sem er sláandi við skýrslu Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðenda um Lindarhvol að mati Atla Þórs Fanndal framkvæmdastjóra Íslandsdeildar Transparency International er ekki síst að þar kemur fram að fjármálaráðuneytið, Seðlabankinn og stjórn Lindarhvols reyndu flest til að halda upplýsingum leyndum fyrir Sigurði og ríkisendurskoðun. Það var einbeittur vilji nánast frá upphafi að halda upplýsingum frá almenningi, upplýsingum á sölu ríkiseigna sem almenningur á auðvitað.

Atli segir að það komi fram í skýrslunni að sala Lindarhvols á eignum upp á um 400 milljarða króna hafi alls ekki verið eins frábær og aðstandendur Lindarhvols hafa haldið fram og ætla má að seinni skýrslu ríkisendurskoðunar. Til að reikna sig að þessari niðurstöðu þurfa menn að miða við verð sem er mjög vafasamt. Margt bendir til að raunvirði eignanna hafi verið umtalsvert hærri.

Sterkar vísbendingar eru í skýrslunni að bréf í Klakka (áður Exista), Eimskipum og Símanum hafi verið seld á umtalsverðu undirverði. Þá kemur fram að engar skýringar séu fyrir reikningum fyrir gríðarháum upphæðum.

Þrátt fyrir yfirlýsingar um gagnsæi þá var ekkert gagnsæi í þessari sölu. Reynt var að koma í veg fyrir að Sigurður fengi upplýsingar og síðan var vinna hans stöðvuð við skipan annars ríkisendurskoðanda. Og eftir það var allt gert til að koma í veg fyrir að niðurstöður hans væru birtar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Atli segir að allt þetta valda miklum skaða. Ekki bara fjárhagslegum heldur brjóti þetta mál niður traust almennings á stofnunum ríkisvaldsins og stjórnmálunum. Það á ekki bara við um hvernig staðið var að sölunni heldur líka hvernig reynt var að halda upplýsingum frá almenningi. Það eru eituráhrif víða af Lindarhvolsmálinu.

Sjá má og heyra viðtalið við Atla Þór í spilaranum hér að neðan.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: