- Advertisement -

Mánudagur á Samstöðinni

„Mánudagur á Samstöðinni, vef-sjónvarpsstöð með róttækri samfélagsumræðu á háskalegum tímum. Vek sérstaka athygli á nýjum þætti, Öryrkjaráðinu, þar sem María Pétursdóttir og Ásta Dís Guðjónsdóttir ræða við öryrkja um veika stöðu þeirra á erfiðu tímum,“ skrifar Gunnar Smári.

Morgunþáttur Miðjunar er fyrstur  á dagskrám byrjar klukkan 9:30. Gestir verða Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands. Skólar, margir hverjir, eru lokaðir og aðrir eru á hálfri ferð. Hverjar verða afleiðingarnar fyrir nemendur hvað ber að gera? Lengja skólaárið?

Viðar Eggertsson leikari þekkir vel til hagsmunabaráttu eldri borgara.  Hann verður gestur Morgunþáttarins. Af nógu er að taka. Ríkisstjórn og Alþingi  hlaupa með lekadalla um allt samfélagið. Enn gleyma eða skilja eldri borgara eftir.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Nýr þáttur Öryrkjaráðið er á dagskrá klukkan þrjú og Gunnar Smári stýrir Rauða borðinu klukkan átta í kvöld.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: