- Advertisement -

Menntuðu fólki fjölgar

Íbúum á aldrinum 25-64 sem einungis hafa lokið grunnmenntun hefur fækkað um 34,4% frá árinu 2003 og eru nú 45.400., eða um 27,8%. Háskólamenntuðum hefur fjölgað um 19.400 frá árinu 2003, þegar þeir voru 27,5% íbúa. Mikill munur er á menntunarstigi fólks á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar.

Þegar litið er á fjöldatölur hefur íbúum með grunnmenntun fækkað um 3.800 frá árinu 2003 og um 1.700 frá árinu 2012. Þá höfðu 36,1% íbúa mest lokið starfs- og framhaldsmenntun, þ.e. lokið námi á framhaldsskólastigi sem er a.m.k. tvö ár að lengd eða lokið námi á viðbótarstigi, eða 58.900 manns. Álíka margir, 58.700 manns, höfðu lokið háskólanámi; 36,0% íbúa á Íslandi á þessu aldursbili.

Mikill munur var á menntun íbúa höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar árið 2013. Á höfuðborgarsvæðinu höfðu 22,7% íbúa á aldrinum 25-64 ára eingöngu lokið grunnmenntun en 42,3% höfðu lokið háskólamenntun. Utan höfuðborgarsvæðisins höfðu 37,0% íbúa eingöngu lokið grunnmenntun og 24,7% lokið háskólamenntun.

Yngra fólk hefur almennt lokið meiri menntun en þeir sem eldri eru. Í aldurshópnum 30-49 ára höfðu 23,7% eingöngu lokið grunnmenntun og 41,4% lokið háskólamenntun árið 2013. Í aldurshópnum 65-74 ára höfðu hins vegar 45,3% eingöngu lokið grunnmenntun og 18,9% lokið háskólamenntun.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þetta kemur fram í  niðurstöðum úr Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands.

Sjá frétt á vef Hagstofunnar.

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: