- Advertisement -

Og hve mikið kostar öll þessi mannúð?

Vilhjálmur Bjarnason skrifaði:

Það er guðlast að spyrja hve mikið mannúð kostar. Nú ætlar Ríkisendurskoðun að rannsaka hví áætlanir um kostnað við Fossvogsbrú hafa farið úr öllum böndum. Ekki svo að skilja að málið sé ekki alvarlegt. Þó ekki eins alvarlegt og ef framkvæmdin hefði farið úr böndum.

Skattborgarar hafa aldrei verið spurðir um afstöðu sína til mannúðar.

Það hefur ekki hvarflað að nokkrum ráðamanni að áætla kostnað af mannúð. Fólk með mannúð segir að hælisleitendur fari strax að vinna. Kann að vera! En þá fylgir fjölskyldusameiningin. Hætt er við að einum ungum hælisleitanda í fylgi nokkrir fullorðnir, jafnvel aldraðir.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: