- Advertisement -

Óheilindi Svandísar gagnvart eigin flokksráði

Sigurjón Þórðarson varaþingmaður í Flokki fólksins, skrifar:

Niðurstaða Svandísar í hvalamálinu kom mér satt að segja ekki á óvart en reynslan segir að hún gerir minna en ekki neitt með stefnu flokksins þegar ráðherrastóll er í veði.

Erfiðara er að skilja hvers vegna Svandís kynnti ekki flokksráði Vg á Flúðum að hún væri þegar búin að taka ákvörðun um að hefja veiðar á ný og væri búin að leggja lokahönd á reglugerð um umgjörð veiðanna. Í stað þess þá gaf hún í skyn að veiðibannið myndi halda og flokksráðið samþykkti einhverja hvatningu og stuðning um eitthvað sem þegar var samið um að yrði ekki.

Ef þeir sem sóttu flokksráðsþingið taka þessu þegjandi, þá undirstrikar það að ráðið sé skipað af pólitísku bitlingaliði og geðluðrum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: