- Advertisement -

Óvissuferð í boði ríkisstjórnarinnar

Bjarni Benediktsson, fyrrverandi fjármálaráðherra, Þórdís K.R. Gylfadóttir núverandi fjármálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætiisráðherra og formaður Vinstri grænna.

„Tví­stíg­andi stjórn­völd hafa misst móðinn og hafa þau áhyggj­ur af dvín­andi skatt­tekj­um af öku­tækj­um og eldsneyti. Staðan hef­ur hins veg­ar verið fyr­ir­séð allt frá þeim tíma þegar ákveðið var að beita efna­hags­leg­um hvöt­um skatt­kerf­is­ins til að vinna að orku­skipta- og lofts­lags­mark­miðum. Hinar nýtil­komnu áhyggj­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar hafa leitt hana inn á ranga braut viðbragða sem draga úr virkni eig­in aðgerða og hægja hraða orku­skipta. Fyr­ir vikið mun Ísland fjar­lægj­ast sett mark­mið,“ segir í nýrri Moggagrein sem Jón Ólafur Halldórsson, formaður Samtaka verlsunar og þjónustu, og Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar, skrifuðu.

„Ein­stak­ling­ar og fyr­ir­tæki eru um þess­ar mund­ir að velta fyr­ir sér hvernig sé skyn­sam­legt að haga sér við fjár­fest­ingu í öku­tækj­um á næsta og þarnæsta ári. Hvaða bíla geta söluaðilar boðið upp á? Hvað munu bíl­ar kosta? Hvað mun kosta að reka bíla? Er e.t.v. skyn­sam­legra að fjár­festa í bíl sem geng­ur fyr­ir jarðefna­eldsneyti þar til framtíðin verður skýr­ari? Þetta eru stór­ar spurn­ing­ar en svör­in fá í þeirri óvissu sem nú er uppi. Und­ir­bún­ing­ur fjár­laga hefst að jafnaði að vori og því hlýt­ur að vera unnt að gera þá kröfu að stjórn­völd skipu­leggi sig, vandi und­ir­bún­ing og kynn­ingu, svo fyr­ir­sjá­an­leiki verði tryggður.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: