- Advertisement -

Ráðherrann var tekinn í bólinu

Þangað til þetta sést svart á hvítu má eins álykta að hinn „harðnandi heimur“ sé í lögreglunni og ofbeldisaukningin sé þeirra megin.

Kristinn Hrafnsson.

Kristinn Hrafnsson skrifaði:

Í mars á liðnu ári rak Hólmfríður Gísladóttir blaðamaður það rækilega ofan í þáverandi dómsmálaráðherra að lögreglumenn væru að laskast miklu meira í starfi en áður. Hún fékk einfaldlega tölulegar upplýsingar frá Vinnueftirlitinu sem afsönnuðu þetta.

Jón Gunnarsson var auðvitað að reyna að réttlæta rafbyssur.

Nú kemur enn svipuð órökstudd fullyrðing án nokkurra tölulegra sannana frá Páleyju, lögreglustýru Samherja á Norðurlandi eystra.

Það að embættið sendi lögreglumenn vopnaða í útköll sannar ekki neitt, ekki frekar en syðra þar sem vopnuð lögregla er nú send á samlokuþjófa og brottvísaða hælisleitendur.

Fáið tölur um brot gegn valdstjórninni og áverka lögreglumanna í starfi.

Þangað til þetta sést svart á hvítu má eins álykta að hinn „harðnandi heimur“ sé í lögreglunni og ofbeldisaukningin sé þeirra megin.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: