- Advertisement -

Réttlæta slátrun á óbreyttum borgurum á Gaza

Kristinn Hrafnsson:

Þetta ætti að duga til að staðfesta að fjöldaslátrunin á Gaza er ekki einhver hliðarverkan stríðsaðgerða gegn Hamas heldur meðvituð aðgerð gegn óbreyttum borgurum – sem fylgir forskrift.

Fulltrúar Ísraelsstjórnar hafa ítrekað réttlætt slátrun á fólki á Gaza með vísan til sprengjuherferðar á Dresden undir lok Seinni heimstyrjaldarinnar sem til þessa hefur ekki verið hampað sem fordæmi sem ætti að styðjast við í hernaði, frekar en að menn vilji byggja á beitingu kjarnorkuvopna í Hiroshima og Nagasaki.

Þekktasta bók Kurt Vonnegut, Sláturhús fimm, fjallar um slátrunina í Dresden.

Allavega í tvígang í sjónvarpsviðtölum í Bretlandi hefur Tzipi Hotovely, sendiherra Ísraels í London, vísað til Dresden til að réttæta slátrun á óbreyttum borgurum á Gaza. Naftali Bennet, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, hefur einnig vísað til sama atburðar í Seinni heimstyrjöldinni sem forskrift af því sem nú á sér stað á Gaza.

Ljósmyndin er frá Dresden eftir sprengjuárásir bandamanna í febrúar 1945.

Þetta ætti að duga til að staðfesta að fjöldaslátrunin á Gaza er ekki einhver hliðarverkan stríðsaðgerða gegn Hamas heldur meðvituð aðgerð gegn óbreyttum borgurum – sem fylgir forskrift.

Allt að 25 þúsund manns var slátrað í Dresden á örfáum dögum. Ef fordæminu er fylgt til fullnustu eru Ísrelar varla hálfnaðir með verkið.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: