- Advertisement -

Ríkið bannar arðgreiðslur

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skrifar:
Töluvert hefur verið rætt um arðgreiðslur til fyrirtækja sem munu njóta ríkisábyrgðar í aðgerðum stjórnvalda. Þetta mál hefur verið rætt í efnahags- og viðskiptanefnd og mun nefndin gera tillögur sem tryggja að fyrirtæki sem fá ríkisábyrgð á hluta lána sinna verður bannað að greiða út arð eða kaupa eigin hlutabréf á meðan ríkisábyrgðar nýtur. Þá verður skipuð sérstök eftirlitsnefnd sem gefur ráðherra og Alþingi skýrslu um framkvæmd brúarlána sem fara í gegnum banka. Það er mikilvægt að löggjafinn sýni þennan skýra vilja. Nefndaráliti efnahags- og viðskiptanefndar verður dreift síðar í dag.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: