- Advertisement -

Samherji er skaðræði – 2. hluti: Hafnfirðingar rændir eigum sínum

Greinin er endurbirt vegna óska þar um.

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári.

Sagan af Samherja er í nokkrum hlutum. Ekki sagan um duglegu drengina sem keyptu hálf ónýtan togara, unnu hörðum höndum við að gera hann upp og urðu svo ríkir. Heldur saga þess hvernig óprúttnir menn sölsa undir sig eignir og auðlindir almennings með yfirgangi og blekkingum, oftast í samstarfi við stjórnmálafólk og annað fólk sem valið var til að gæta hagsmuna almennings en sveik.

Þú gætir haft áhuga á þessum

1985, ári eftir að hafa fengið gjafakvóta með Guðsteini/Akureyrinni og skiptstjórakvóta að auki tók Samherji þátt í upplausn Sjálfstæðismanna á Bæjarútgerð Hafnarfjarðar, sem gerði þá út þrjá togara; Apríl, Maí og Júní. Eins og flest útgerðarfyrirtæki á þeim árum var Bæjarútgerð Hafnarfjarðar, BÚH, skuldug en langt í frá gjaldþrota, átti eignir á móti skuldum jafnvel þótt kvótinn væri ekki færður til eignar á þeim árum.

Nánast öll fiskvinnsla hvarf úr Hafnarfirði eftir þetta, þrátt fyrir fögur loforð kaupenda um að togararnir myndu landa öllum sínum afla í Hafnarfirði.

Togarar BÚH voru með kvóta sem nam um 1,8% af kvóta helstu botnfiskskvóta, sem jafngildir í dag rúmlega 1,5% af heildarkvótanum. Þetta er risaeign sem Hafnfirðingar áttu en seldu, væri í dag að verðmæti um 16.830 m.kr.

Þessi eign var seld í tvennu lagi. Fyrst var Júní seldur út úr fyrirtækinu með kvóta fyrir 115 m.kr. sem eru að núvirði 987 m.kr. og síðan var fyrirtækið sjálft, frystihús og tilheyrandi landvinnsla og tveir togara með kvóta selt til Hvaleyrar, sem þeir Samherja-frændur áttu að 40% hluta, fyrir 280 m.kr. (2.360 m.kr. á núvirði) eftir að bæjarsjóður hafði yfirtekið 100 m.kr. af skuldum BÚH (843 m.kr. á núvirði). Kaupverðið fólst annars vegar í því að Hvaleyri tók yfir 208 m.kr. af skuldum BÚH (1.753 m.kr. á núvirði) og fékk restina lánaða hjá Hafnarfjarðarbæ í formi skuldabréfs til tíu ára upp 72 m.kr. (607 m.kr. á núvirði). Samanlagt fékk Hafnarfjarðarbær því 987 m.kr. frá Hval, skuldabréf frá Hvaleyri til tíu ára upp á 607 m.kr. en yfirtók skuldir upp á 843 m.kr. móti; fékk nettó 751 m.kr. fyrir allar eignir BÚH, fiskvinnslu í landi og þrjá togara plús kvóta sem í dag er 16.8 milljarða króna virði. Þetta er líklega verstu afglöp nokkurrar sveitarstjórnar í Íslandssögunni, nema ef vera skyldi sala Sjálfstæðisflokksmanna í Reykjavík á Bæjarútgerð Reykjavíkur stuttu síðar.

Nánast öll fiskvinnsla hvarf úr Hafnarfirði eftir þetta, þrátt fyrir fögur loforð kaupenda um að togararnir myndu landa öllum sínum afla í Hafnarfirði. Það munar um minna en missa 5.644 þorkígildistonn út úr byggðarlaginu, það er starfsemi á stærð við Útgerðarfélag Akureyringa eða Ögurvík í dag. En þetta er líka afleit meðferð á eignum almennings; að selja kvóta sem er að markaðsvirði í dag 16.830 m.kr. fyrir 751 m.kr. eða 4,5% af raunvirði. Mismunurinn, rúmur 16 milljarðar króna, er um 540 þús. kr. á hvern íbúa Hafnarfjarðar, vel yfir tvær milljónir króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Og þetta er bara kvótinn, ekki skipin, húsin eða landið. Bæjarstjórn gaf í raun eigendum Hvals (Kristján Loftsson og fjölskylda) og Hvaleyrar (Samherjafrændur 48%, eigendur Hagvirkis, þeir Aðalsteinn Hallgrímsson, Gísli Friðjónsson, Svavar Skúlason og Jóhann G. Bergþórsson 12% hver og Jón Friðjónsson verkfræðingur 4%) þessar eignir bæjarbúa.

Það er sorglegt að sjá í umfjöllun fjölmiðla á þessum tíma og í umræðum í bæjarstjórn að fólk virtist ekki gera sér grein fyrir verðmæti kvótans. Enginn minntist á veiðiheimildir togarana. En enginn vafi er á að Samherjamenn vissu allt um það.

Það er sorglegt að sjá í umfjöllun fjölmiðla á þessum tíma og í umræðum í bæjarstjórn að fólk virtist ekki gera sér grein fyrir verðmæti kvótans. Enginn minntist á veiðiheimildir togarana. En enginn vafi er á að Samherjamenn vissu allt um það. Það er því erfitt að lesa af samtímaheimildum hver var kvótinn sem fylgdi Júní út úr Bæjarútgerðinni til Hvals og hversu mikið var eftir. Ef við gerum ráð fyrir að kvótinn hafi skipst jafnt á milli skipanna þá má gera ráð fyrir að Hvaleyrin hafi fengið um 11.220 m.kr. kvóta auk skipa og fasteigna fyrir um 2.360 m.kr.

…má segja að yfir 50% af auð Samherja sé gjöf íslensk almennings frá upphafsárunum tveimur.

Fáum árum síðar keyptu Samherjafrændur Hvaleyrina að fullu og fluttu allan kvóta og vinnslu norður til Akureyrar, þrátt fyrir fögur loforð. Um leið og Samherja-frændur keyptu Hvaleyri þá keypti Hagvirki allar fasteignir og land Hvaleyrar í Hafnarfirði. Og það var án efa planið frá upphafi, verkfræðingarnir voru ekki á leið í útgerð heldur sáu verðmæti í landi til uppbyggingar. Þar sem skuldirnar sem Hvaleyrin yfirtók frá BÚH sátu eftir í fyrirtækinu og líka skuldabréfið fyrir restinni af kaupverðinu skulum við gera ráð fyrir að kaupverð á hlut verkfræðinganna og söluverð fasteigna og lands hafi gengið upp. Samherjafrændur tóku því snúning á Hafnfirðingum, keypti 11.220 m.kr. kvóta á 2.360 m.kr. og fengu skipin ókeypis. Mismunurinn er 8.860 m.kr.

Ef við gerum ráð fyrir að þetta fé hafi borið 3,5% ávöxtun frá 1985 þá ætti það að vera um 29,5 milljarða króna í dag. Það jafngildir um 26,5% af auð Samherja í dag. Ef við bætum þessu framlagi Hafnfirðinga við upphafsframlagið sem við greindum frá í fyrsta hluta sögunar, má segja að yfir 50% af auð Samherja sé gjöf íslensk almennings frá upphafsárunum tveimur.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: