- Advertisement -

Samherji er skaðræði – 4. hluti: Fyrsti snúningurinn á Dalvík

Greinin er endurbirt vegna óska þar um.

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári.

Sagan af Samherja í nokkrum hlutum. Ekki sagan um duglegu drengina heldur saga þess hvernig óprúttnir menn sölsa undir sig eignir og auðlindir almennings með yfirgangi og blekkingum, oftast í samstarfi við stjórnmálafólk og annað fólk sem valið var til að gæta hagsmuna almennings en sveik.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Árið 1990 keypti KEA hlut Dalvíkurbæjar í Útgerðarfélagi Dalvíkur, en sveitarfélagið hafði átt tæpan helmingshlut á móti jafnstórum hlut KEA (einstaklingur átti smá hlut á milli). Útgerðarfélagið gerði út tvo togara, Björgvin og Björgúlf, en KEA flutti um 2.000 tonna kvóta yfir á þá eftir kaupin. Kaupverðið fyrir tæplega helmingshlut bæjarins var 81,4 m.kr. sem gera 265 m.kr. á núvirði. Félagið allt var því metið á um 546 m.kr. á núvirði miðað við þessi kaup. Eins og áður er ekki greint nákvæmlega frá því í fréttum frá þessum tíma hver kvótinn var sem fylgdi kaupunum, en miðað við kvóta skipanna nokkru síðar virðist sem togarar Útgerðarfélag Dalvíkur hafi verið með um 3.700 tonna kvóta í þorskígildum eða rétt rúmlega 1% af heildarkvótanum árið 1990. KEA keypti því um 0,5% af heildarkvótanum, sem meta má á um 5.400 m.kr. í dag, á 265 m.kr. á núvirði. Og fékk skip og fiskvinnslu ókeypis. Þetta er enn eitt dæmi þess að vörslumenn almannahagsmuna í sveitarfélögum gefa nánast eigur almennings.

Og snúningur KEA á bæjarbúum á Dalvík á eftir að renna inn í Samherja síðar meir.

Ég rek þetta hér því seinna átti útgerð KEA eftir að renna inn í Samherja. En líka vegna þessa samhliða þessum kaupum seldi KEA Samherja 64% hlut sinn í Söltunarfélagi Dalvíkur til Samherja. Það félag átti 1.900 þorskígildistonn af kvóta, mest á rækju. Þetta var rétt rúmlega 0,5% heildarkvótans þá sem meta má á um 5.715 m.kr. í dag. 64% af því gera um 3.660 m.kr. miðað við verðlag dagsins. Fyrir þetta borgaði Samherji 62 m.kr. í maí 1990, sem gera um 203 m.kr. í verðlagi dagsins í dag. Mismunurinn er gífurlegur, tæplega 3,5 milljarðar króna.

Ef við ávöxtum þessa meðgjöf til Samherja með 3,5% ársávöxtun frá 1990 þá ætti hún að standa í um 9,7 milljörðum króna í ár. Það jafngildir um 8,7% af auði Samherja í dag. Og bætist við meðgjöfina í upphafi, snúninginn á Hafnfirðingum og það sem Samherji fékk gefins með Oddeyrinni. Slíkt framlag er þá komið í um 73,5% af auð Samherja í dag og kannski lítið eftir sem má teljast til afrakstur af dugnaði þeirra frænda. Og við erum bara komin til ársins 1990.

Og snúningur KEA á bæjarbúum á Dalvík á eftir að renna inn í Samherja síðar meir. Við skulum hafa í huga að KEA var Kaupfélag Eyfirðinga, félag sem stundaði félagslegan rekstur með samfélagslegu markmiðið. Þannig átti það að vera en að endanum náði Samherji að láta eignir og sjóði þess félags þjóna sér en ekki samfélaginu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: