- Advertisement -

Stendur ráðherra vörð um veggjalúsina?

Sigurjón Þórðarson:

Ekki hef ég enn fengið nokkurn botn í spaugilegan feluleik ráðuneytisins með skýrsluna og enn síður á málflutning skýrsluhöfundar, þar sem hann vitnaði ítrekað til einhverra sögusagna og nánast kjaftasagna um hvernig starfsemi eftirlitsins gengi fyrir sig.

Það er alveg ljóst boðuð breyting umhverfisráðherra á heilbrigðiseftirlitum landsins snýst nákvæmlega ekkert um að; fjölga störfum á landsbyggðinni, styrkja eftirlitð eða auka skilvirkni heldur var Guðlaugur Þór að uppfylla óskalista SA. Það segir ákveðna sögu að starfshópur ráðherra fundaði með SA og velfelstum aðildarfélögum samtaka SA en ekki Neytendasamtökunum.

Ég var ekki á fundi þar sem framtíð heilbrigðiseftirlits var kynnt, en mér skilst að fulltrúi SA hafi fagnað tillögum og skýrslu ráðherra síns innilega.

Það eitt að boða algerlega óútfærðar skipulagsbreytingar á opinberri eftilitsstarfsemi og ýkja jafnframt alla veikleika eftirlitsins mun augljóslega draga úr trúverðugleika heilbrigðiseftirlitsins. Bóka má að æfingar ráðherra munu gera störfin erfiðari, auk þess að setja skipulag og starfsmannamál í algert uppnám.

Þú gætir haft áhuga á þessum

…leitað djúpt inn í bergmálshelli flokksins…

Þó svo að ég hafi misst af fundinum í dag, þá sat ég stórundarlegan fund þar sem umhverfisráðuneytið kynnti niðurstöður umræddrar skýrslu, en engu að síður þá ríkti þá óskiljanleg leynd á kynningunni yfir skýrslunni sjálfri. Ekki hef ég enn fengið nokkurn botn í spaugilegan feluleik ráðuneytisins með skýrsluna og enn síður á málflutning skýrsluhöfundar, þar sem hann vitnaði ítrekað til einhverra sögusagna og nánast kjaftasagna um hvernig starfsemi eftirlitsins gengi fyrir sig.

Hvernig verða svona tillögur til?

Tilurð skýrslunnar, vinnubrögð og kynning er verðugt rannsóknarverkefni í stjórnsýslufræðum eða jafnvel einfalda samantekt fyrir blaðamann. Í sjálfu sér mætti mögulega una vel við niðurstöðu skýrslunnar ef hún væri þokkalega rökstudd og sæmilega útfærð, en svo er alls ekki. Vissulega koma fyrir söluvænlegir frasar um byggðsjónarmið, útvistun verkefna, hagræði og framþróun en grunnurinn og forsendurnar eru byggðar á 10 ára gamalli skýrslu um MAST og hins vegar nokkurra ára meingallaðri skýrslu KPMG.

…komnir stoltir með vanbúnar tillögur…

Ef ráðherra hefði raunverulegan áhuga að ná fram árangri á sviði fráveitumála, olíumengunar, meindýra á borð við veggjalúsa, hávaðamengun, myglu í skólum eða þrifum og öryggismálum í sundlaugum, þá hefði hann miklu frekar farið þá leið að styrkja eftirlitið í stað þess að draga skipulega úr trúverðugleika þess.

Bersýnilegt er að ráðherra hefur leitað djúpt inn í bergmálshelli flokksins þar sem reglulega ganga miklar ýkjusögur af vaskaflóði á veitingastöðum og mikinn eftirlitsiðnað sem kemur í veg fyrir framþróun atvinnulífsins m.a. með svo ósvífnum kröfum að einfaldir olíutankar sem innihalda tugþúsundir lítra af olíu verði ekki mikið lengur í jörðu en í hálfa öld.

Nú er ráðherra ásamt fóstbróður sínum komnir stoltir með vanbúnar tillögur út úr hellinum, sem draga máttinn úr mengunar- og hollustuháttareftirliti.

Það yrði eftir öðru ef samstarfsflokkarnir í ríkisstjórninni fögnuðu þessu framfaraskrefi – eða þannig.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: