- Advertisement -

Stilla Svandísi upp við vegg

Að óbreyttu stefnir ríkisstjórnin upp í stórgrýtta fjöru. Hvorki Bjarni né Svandís hafa sagt neitt sem bendir til að úr rætist.

-sme

Bæði Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson segja ríkisstjórnina vera enn á lífi. Bjarni beinir spjótum sínum að Svandísi Svavarsdóttur og hvalveiðibanninu hennar.

„Það sjá það all­ir í hendi sér að þetta hef­ur ekki haft já­kvæð áhrif en þetta hef­ur ekki bundið enda á stjórn­ar­sam­starfið enn sem komið er,“ seg­ir Bjarni í Moggaviðtali í dag, um afleiðingar hvalabannsins.

„Síðan hef­ur tím­inn liðið og nú er þessi tíma­bundna ákvörðun að renna sitt skeið, þannig að þá kem­ur í ljós hvernig ráðherr­ann ætl­ar að haga sinni stjórn­sýslu. Það eru einkum þætt­ir sem snúa að at­vinnu­frels­inu í land­inu, ásamt und­ir­bún­ingi og aðdrag­anda ákvörðun­ar­inn­ar sem við gerðum at­huga­semd­ir við og gerðum grein fyr­ir,“ seg­ir Bjarni.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þetta er málið. Að óbreyttu stefnir ríkisstjórnin upp í stórgrýtta fjöru. Hvorki Bjarni né Svandís hafa sagt neitt sem bendir til að úr rætist. Bjarni og flokkurinn hafa sett upp harða stálhnefa. Svandís hefur ekki sýnt neitt sem bendir til að hún snúi við blaðinu. Klukkan tifar.

Sigurður Ingi eru utan við þetta allt, viljandi eða óviljandi:

„All­ir rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir eru á því að það séu miklu stærri verk­efni fram und­an en ein­hver ágrein­ing­ur sem kem­ur alltaf upp. Við erum ein­beitt í því að fara sam­an inn í næsta þing­vet­ur og klára kjör­tíma­bilið.“

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: