- Advertisement -

Endurtekur sagan sig?

Jóhann Þorvarðarson:

Í nýjum kjarasamningi Starfsgreinasambandsins þá eru engin ákvæði sem taka á þróun verðbólgu og vaxta. Það segir mér að forystumenn sambandsins hafi verið að flýta sér í jólafrí eða farið á taugum.

Síðast þegar heimsverðbólgan fór úr böndunum þá tók það meira en 20 ár að koma traustum böndum á fjandann eins og meðfylgjandi mynd frá Bretlandi sýnir glögglega. Hún er lýsandi fyrir ástandið sem plagaði hinn vestræna heim á árunum frá 1967 til 1993 og var Ísland engin undantekning. Ef eitthvað þá var ástandið verra á Íslandi.

Ekki að ég spái endurtekningu á þessari þróun heldur vil ég frekar benda á að ríkt hefur svikalogn í hugum margra á sama tíma og verðbólgugólfið hefur hækkað. Talað er um að verðbólga hafi náð hámarki sínu á Íslandi. Það er kannski ekki það mikilvægasta heldur hitt hvort bólgan sé komin til með að vera viðvarandi há eins og myndin endurspeglar. Fari svo þá er Starfsgreinasambandið að leika sér að framfærslugetu heimila.

Hvað ef verðbólgan verður áfram há næsta haust, á þá að framkvæma enn aðra reddinguna með öðrum slöppum skammtímasamningi á meðan fyrirtæki landsins moka inn hagnaðinum með endurteknum verðhækkunum? Með þessu háttalagi þá halda laun ekki í við verðbólgu og háa vexti. Og þau færast kaupmáttarlega hratt aftur í tímann.

Í nýjum kjarasamningi Starfsgreinasambandsins þá eru engin ákvæði sem taka á þróun verðbólgu og vaxta. Það segir mér að forystumenn sambandsins hafi verið að flýta sér í jólafrí eða farið á taugum. Ekki er að undra að Samtök atvinnulífsins séu kampakát með samninginn. Þau náðu nefnilega bæði að landa hagstæðum kjarasamningi og kljúfa launþegahreyfinguna endanlega í herða niður.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: