- Advertisement -

Til hvers er þessi rík­is­stjórn?

Björn Leví Gunnarsson:

168 þing­mál stjórn­ar­and­stöðunn­ar sitja föst í nefnd­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Þau eru auðvitað mis­góð, eins og geng­ur og ger­ist, en þau eru öll föst.

Spurn­ing­in er ein­föld. Til hvers er þessi rík­is­stjórn? Ég verð að viður­kenna að ég veit ekki svarið við þess­ari spurn­ingu þótt ég hafi ýms­ar til­gát­ur. En mér finnst spurn­ing­in mik­il­væg af því að við eig­um alltaf að vita hvað fólkið með völd­in er að gera. Til hvers þarf þetta fólk að hafa völd?

Ekki til þess að stunda lýðræði. Það var aug­ljóst eft­ir síðustu kosn­ing­ar og það sem gerðist í Borg­ar­nesi. Það er mjög aug­ljóst þar sem rík­is­stjórn­in sit­ur enn á niður­stöðum heill­ar þjóðar­at­kvæðagreiðslu. Og þótt það sé ekki bein­lín­is á herðum þess­ar­ar rík­is­stjórn­ar, þá var lofað at­kvæðagreiðslu um áfram­hald­andi aðild­ar­viðræður við ESB. Báðir flokk­arn­ir sem brutu það lof­orð á sín­um tíma sitja einnig núna í rík­is­stjórn.

„Þessi áform um fjár­mögn­un hús­næðismála munu auðvitað ekki standa.“ Ef ekki, til hvers er þessi rík­is­stjórn þá?

Rík­is­stjórn­in þarf aug­ljós­lega ekki á völd­um að halda til þess að leysa hús­næðis­vand­ann. Aug­ljós­lega, af því að vand­inn er ekki nýr og hann er enn til staðar og til­raun­ir rík­is­stjórn­ar­inn­ar til þess að leysa vand­ann hafa verið mjög öf­ug­snún­ar – aðallega hjálpað fólki að kaupa í staðinn fyr­ir að tryggja fram­boð. Þegar vand­inn er skort­ur þá hell­ir rík­is­stjórn­in bara olíu á eld­inn með því að hjálpa fólki að kaupa.

Rík­is­stjórn­in þarf ekki völd til þess að leysa vand­ann í heil­brigðis­kerf­inu. Hún kenn­ir mönn­un­ar­vanda um og seg­ir hann vera vanda víða um heim. Samt er staðan sú að mjög margt heil­brigðis­starfs­fólk hef­ur skilj­an­lega leitað í önn­ur störf vegna álags og lágra launa. Fólkið er til staðar, kaup og kjör eru hins veg­ar óviðun­andi. Það er ekki mönn­un­ar­vandi, það er stjórn­ar­vandi.

Svo eru það ekki bara stóru mál­in. Það eru líka öll hin mál­in. Hval­veiðarn­ar (í al­vör­unni, til hvers í ósköp­un­um?), Lind­ar­hvoll, sal­an á Íslands­banka til vild­ar­vina og ætt­ingja, auðlinda­mál­in, vopn­væðing lög­regl­unn­ar

168 þing­mál stjórn­ar­and­stöðunn­ar sitja föst í nefnd­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Þau eru auðvitað mis­góð, eins og geng­ur og ger­ist, en þau eru öll föst. Meira að segja ein­falt mál eins og að breyta lög­um þannig að hægt sé að halda alþjóðleg bog­fimi­mót ung­menna. Í al­vör­unni, nú­ver­andi lög koma í veg fyr­ir að það sé hægt.

Þegar rík­is­stjórn­in get­ur hvorki leyst stóru mál­in né minni og ein­fald­ari mál, þá verðum við að spyrja okk­ur: til hvers er þessi rík­is­stjórn? Svo ég vitni til um­sagn­ar Sam­bands sveit­ar­fé­laga um fjár­mála­áætl­un vegna fjár­mögn­un­ar hús­næðismála: „Hér er um að ræða full­kom­inn for­sendu­brest.“ Fjár­mála­áætl­un ger­ir ráð fyr­ir 18 ma.kr. í hús­næðisstuðning og 20 ma.kr. í veitt lán en sam­bandið bend­ir á að til þess að standa við skuld­bind­ing­ar þurfi upp­hæðirn­ar að vera 44 ma.kr. í hús­næðisstuðning og 188 ma.kr. í lán­veit­ing­ar. Ein­fald­lega: „Þessi áform um fjár­mögn­un hús­næðismála munu auðvitað ekki standa.“ Ef ekki, til hvers er þessi rík­is­stjórn þá?

Greinin birtist fyrst í Mogganum í dag.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: