- Advertisement -

Um slefandi heimska stjórnmálamenn

Í sama lista má sjá allt sem sjálfstæðismenn halda fram og formaður Samfylkingarinnar tekur undir eins og sannleik.

Atli Þór Fanndal.

Atli Þór Fanndal skrifaði:

Stjórnmál Við þurfum að fara að ræða það hvað stór hluti íslenskrar stjórnmálastéttar er slefandi heimsk. Hér má sjá lista um upplýsingaóreiðu í hernaðarskini sem beinist gegn hælisleitendum og innflytjendum. Í sama lista má sjá allt sem sjálfstæðismenn halda fram og formaður Samfylkingarinnar tekur undir eins og sannleik. Það má svo til gaman nefna að þetta sama fólk telur sig geta rekið allskonar prógrömm gegn upplýsingaóreiðu og er gasalega spælt yfir því hvað umræðan er vond á samfélagsmiðlum.

Það bara verður að bæta upplýsinga og fjölmiðlalæsi Íslendinga segir fólkið sem gert hefur rússneskan stríðsáróður að hryggnum í málflutningi sínum í kapphlaupi sín á milli um að gera svona vitleysu að miðju íslenskra stjórnmála. Það er einfaldlega dýrt að vera grimmur, bæði í beinhörðum peningum og í uppgangi skrumara sem að sjálfsögðu fylgir.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: