- Advertisement -

Úrræði vegna barna með dóm vantar

Umboðsmaður barna hefur sent Eygló Harðardóttur, félagsmálaráðherra, bréf þar sem m.a. er spurt hvaða vinna sé hafin við að móta framtíðarlausn fyrir börn sem eru úrskurðuð í gæsluvarðhald eða dæmd í óskilorðsbundið fangelsi. Engar slík úrræði eru fyrir hendi og hefur umboðsmaðurinn sent ráðuneytinu bréf og innt eftir úrræðum allt frá árinu 2012 en þá kom Barnaverndarstofa með tillögur að úrbótum.

Með bréfinu fylgdu afrit af óbirtu bréfi umboðsmanns barna til félagsmálaráðherra og innaríkisráðherra um úrræði fyrir börn með afbrotavanda, dags. 15. maí 2014, afrit af bréfi umboðsmanns barna til velferðarráðuneytisins um úrræði fyrir börn með alvarlegan vímuefna- og afbrotavanda, dags. 6. september 2013 og afrit af bréfi umboðsmanns barna til velferðarráðuneytisins um meðferðarúrræði fyrir börn og stöðu barnaverndarmála á Íslandi dags. 3. júlí 2013 þar sem bréf umboðsmanns barna til fv. velferðarráðherra um tillögur Barnaverndarstofu um aðgerðir til að styrkja meðferð barna og unglinga dags. 20. sepbermber 2012 var ítrekað.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: