- Advertisement -

Útgöngubann, dagur 2: Löggan á vaktinni

Hér á Spáni er útgöngubann. Undantekningar eru fáar. Aðeins einn má fara í verslun. Tvö mega ekki ganga hlið við hlið. Farþegar eru ekki leyfðir í bílum. Löggan passar upp á að reglum sé fylgt. Herinn mun vera innan seilingar. það er ef fólk virðir ekki hinar ströngu reglur.

Það væsir ekkert um okkur. Nóg að borða, nóg að lesa, nóg að skrifa, nóg til að horfa og annað eftir því. Rólegt líf og einfalt. Enn eru þrettán dagar eftir. Verði þeir eins fínir og dagurinn í dag verður þetta ekkert mál.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: