- Advertisement -

Vanhugsuð skýrsla verði dregin til baka

Talað með niðrandi hætti um ferðaþjónustuna.

Þórir Lárusson skrifar:

Trúir því einhver að aðeins 2% af gjaldeyristekjum af erlendum ferðamönnum skili sér til Reykjavíkurborgar? Að sjálfsögðu ekki. Þetta er samt það sem embættismenn hjá borginni halda fram í stórfurðulegri ábatagreiningu sem þeir lögðu fyrir borgarráð.

Þessi skýrsla er það vitlausasta sem ég hef lesið í langan tíma. Hún gengur út á að einu tekjur borgarinnar séu af fólkinu sem vinnur við ferðaþjónustuna og býr í Reykjavík. Á móti komi svo margfalt hærri útgjöld. En þá gleymist að taka með í reikninginn öll hin fyrirtæki og alla hina starfsmennina sem einnig hafa tekjur af að veita ferðamönnum þjónustu. Sem eru miklu fleiri og skila meiri tekjum en sjálf ferðaþjónustan.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Verra er svo að í þessu plaggi borgarstarfsmanna er talað með afar niðrandi hætti um ferðaþjónustuna, ekki bara að hún sé baggi á borgarsjóði. Ég trúi ekki öðru en að þessi vanhugsaða skýrsla verði dregin snarlega til baka, beðist afsökunar og einhver með viti fenginn til að greina ábatann af komu erlendra ferðamanna til borgarinnar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: