- Advertisement -

„Við verðum sjálf okkar versti óvinur“

„Við getum ekki fleygt fólki og börnum í neyð á götuna eða læst þau inni í fangabúðum án þess að grafa undan okkar eigin gildum sem samfélagi.“

Halldóra Mogensen og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.

Þingkonurnar, Halldóra Mogensen og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, skrifa eftirtektarverða grein þar sem segir meðal annars:

„Það er nauðsynlegt fyrir andlegan þroska okkar að geta borið kennsl á fordómana innra með okkur þegar þeir koma fram. Við getum séð fordómana og skilið hvaðan þeir koma en við megum ekki láta þá ráða hegðun okkar. Tilvist fordóma þýðir ekki að þeir séu réttir eða gagnlegir.“

Síðar í greininni segir:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Ofbeldi leiðir af sér meira ofbeldi.“

„En mörgum reynist erfiðara að átta sig á þessum einfalda sannleik gagnvart flóttafólki sem kemur frá menningarheimum sem þykja framandi þeim íslenska. Eða gagnvart fólki sem lítur öðruvísi út en meirihluti Íslendinga. Ætla má að sú staðreynd eigi þátt í þeirri miklu viðhorfsbreytingu sem nýlega hefur orðið gagnvart móttöku fólks á flótta.“

Þær stöllur óttast greinilega fordóma gagnvert fólki, t.d. frá Palestínu:

„Með því að leyfa taumlausum fordómum að ráða för nærum við ótta sem leiðir af sér hatur, reiði og aftengingu við hjartað. Þær manneskjur sem mæta þessum fordómum eru líklegri til að bregðast við á sama máta. Alveg eins og þegar ókunnug manneskja gengur framhjá þér brosandi og þú ósjálfrátt brosir til baka. Á móti kemur að hatur og ótti býr til hatur og ótta. Ofbeldi leiðir af sér meira ofbeldi.“

Hér fer síðasti kaflinn úr greininni:

„Við getum ekki fleygt fólki og börnum í neyð á götuna eða læst þau inni í fangabúðum án þess að grafa undan okkar eigin gildum sem samfélagi. Þannig eyðileggjum við sjálf það sem við óttumst að ókunnugir eyðileggi. Við verðum sjálf okkar versti óvinur.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: