- Advertisement -

Vill að ríkið yfirtaki Elliðaárdalinn


„Ég vil að íslenska ríkið friðlýsi Elliðarárdalinn,“ segir Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins. Hún bókaði á skipulags- og samgöngufundi:

„Það er mjög sláandi að við deiliskipulag fyrir Elliðarárdal að sjá að skipulagið taki skarpa beygju fram hjá þróunarreit Stekkjarbakka Þ73, þar sem fyrirhuguð gróðurhvelfing/Bio Dome á að rísa. Fjármagnsöflin þurfa sitt. Fyrri hugmyndir gengu út á að reiturinn væri innan þessa mikilvæga útivistar- og náttúrusvæðis sem Elliðarárdalurinn er. Mörk deiliskipulags á öðrum stöðum miðast við útlínur dalsins. Farið var yfir afar fjölbreytt lífríki dalsins og því ljóst að mengunin frá gróðurhvelfingunni mun hafa gríðarleg áhrif á dalinn allan og þá sérstaklega ljósmengunin sem af henni hlýst.

Elliðarárdalurinn er stærsta auðlind Reykvíkinga.

Það er mat borgarfulltrúa Miðflokksins að svæðið innan deiliskipulagsins ætti allt að njóta hverfisverndar í stað þess að marka það innan þeirra stíga sem liggja með fram ánni á báða bóga. Verið er verið að fórna stærstu náttúruperlu Reykvíkinga kinnroðalaust. Hér birtist einbeittur vilji meirihlutans að úthluta óskilgreindum aðilum gæðum í formi borgarlands á kostnað náttúrunnar og lífsgæða Reykvíkinga. Ríkið á að friðlýsa svæðið strax og taka Elliðarárdalinn úr höndum Reykvíkinga til þess eins að koma dalnum úr klóm meirihlutans. Með friðun er tryggður réttur komandi kynslóða til að njóta ósnortinnar náttúru. Ósnortin náttúra er takmörkuð auðlind. Elliðarárdalurinn er stærsta auðlind Reykvíkinga – henni er fórnað í þessu deiliskipulagi.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: