- Advertisement -

You can’t make this shit up

Eiríkur Rögnvaldsson prófessor skrifaði þetta á Facebook:

Það bar til um þessar mundir að fréttir bárust af því að á þessu ári hefði verið ákveðið að vísa átján börnum á flótta til Grikklands þótt almenningur hefði verið látinn standa í þeirri trú að brottvísanir barna þangað hefðu verið stöðvaðar. Um sama leyti afgreiddi þingflokkur VG útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra án athugasemda. Við fyrstu umræðu um frumvarpið sem hefur staðið í níu klukkutíma hefur aðeins einn þingmaður flokksins tekið til máls, fyrir utan þátttöku þingflokksformannsins í andsvörum og umræðum um fundarstjórn forseta. Ræða þessa eina þingmanns stóð aðeins í fimm mínútur og fjallaði eiginlega ekki um nein efnisatriði frumvarpsins og svör þingmannsins í andsvörum voru engin. Félags- og vinnumarkaðsráðherra var ekki viðstaddur og sagður eiga „ekki heimangengt“ en aðrir þingmenn VG hafa væntanlega verið í Iðnó að samfagna forsætisráðherra með útgáfu glæpasögu í stað þess að vera viðstaddir þessa mikilvægu umræðu. You can’t make this shit up.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: