- Advertisement -

Sjálfstæðisflokkurinn og sorpritin

Umræðan Hver er sigurvegari kosninganna? Sitt sýnist hverjum um það. Einn þeirra sem hefur tjáð sig um það er Davíð Oddsson, sem er ekkerst sérstaklega kátur í dag. Hvað sem veldur.

„Sjálfstæðisflokkurinn er enn stærstur flokka eftir kosningar á laugardag og því sem slíkur sigurvegari kosninganna,“ skrifar Davíð í blaðið sitt.

„Því fer þó fjarri að flokkurinn, sem fékk aðeins 25,2% atkvæða og 16 þingmenn og missti 5, sé í sigurvímu. Þetta var næstversta kosning flokksins. Sú versta var í ólgunni eftir „hrun“ og skipulagðar árásir á Alþingi og fleiri stofnanir og jafnvel á heimili einstaklinga sem skipuleggjendurnir vildu klína sök á. Í þeirri ógnaöldu fékk flokkurinn 23,7% atkvæða og 16 þingsæti eins og nú. En þá bættist við að hann missti í fyrsta og eina sinn þá stöðu að vera stærsti flokkur landsins. Þjóðin var sem í losti eftir hið mikla áfall og hinar vel skipulögðu óeirðir og árásir á Alþingi. Nú er gósentíð. Atvinnuleysi er ekkert og kaupmáttur hefur aukist meira en nokkru sinni áður á jafn skömmum tíma. Og þrátt fyrir það fær flokkurinn jafn marga þingmenn og á mánuðunum eftir „hrun“.“

Enn og aftur kallar hann mótmæli fólks, búsáhaldabylringu, árásir. Gott og vel með það. Best að halda áfram að lesa boðskap dagsins og áfram um stöðu Sjálfstæðisflokksins og aðeins um VG, og nú æsist leikurinn:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Margir flokksmenn hafa þó þá tilfinningu að þessi útkoma sé samt varnarsigur. Eftir ótrúlegar árásir sorprita og Ríkisútvarpsins á flokksformanninn í aðdraganda kosninga bentu kannanir til að Vinstri grænir stefndu í stórsigur og fast að 30 prósentum atkvæðanna. Þetta jafnaðist í kosningabaráttunni en þó var það mat flestallra að VG myndi vinna mjög á og eiga þess vegna kröfu til að leiða þjóðina. En flokkurinn tapaði kosningabaráttunni með óskiljanlegum hætti. Ekki þurfti hann að sitja undir árásum sorpmiðla og Ríkisútvarpsins. Öðru nær. Silkihanskar settir upp við öll tækifæri.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: