- Advertisement -

Skýrari reglur á störf embættismenn

Reykjavík Í samstarfssáttmála meirihlutans í Reykjavík er sgt að unnin verði samþykkt um verkaskiptingu kjörinna fulltrúa og embættismanna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði, í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni á sunnudag, að sum störf séu þannig að þau séu frekar verk embættismanna en kjörinna fulltrúa. Hann neitar að eftir stjórnartíð Jóns Gnarr séu embættismenn búnir að fá of mikil völd, en Jón leyndi ekki að hann sótti ráð til þeirra og treysti þeim.

„Það sem ruglar er þegar mörkin verða óljós, hvað er pólitík og hvað er embættisverk. Þetta er hluti af því að auka gagnsæið og upplýsingagjöfina og hafa þetta skýrar.“ Dagur sagðist viss um að eftir, sem áður, muni embættismenn gegna miklu hlutverki, sem emættismenn og við undirbúning pólitískra ákvarðana.

„Stundum hafa þessi mörk verið óskýr og við viljum skerpa á þeim.“

Hér er viðtalið við Dag.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: