- Advertisement -

2022 upplifðum við afturhvarf til tíma evrópskra stríðsherra

Sigursteinn Másson.
Mynd: trolli.is

Sigursteinn Másson skrifaði:

Úrslitaár er runnið upp. Verður þetta ár litlu karlanna sem ala á stríðsbrjálæði, þjóðernishyggju og kalla yfir okkur tortímingu eða verður þetta ár nýrra leiða og lausna? Það er eiginlega ekkert þar á milli.

2022 upplifðum við afturhvarf til tíma evrópskra stríðsherra. Lengsta tímabili án meiriháttar átaka í álfunni lauk með látum. Litli karlinn í N-Kóreu notar athyglisbrestinn sem því fylgir til að stórefla kjarnorkuvopnabúrið sitt. Aðrir litlir karlar á sömu buxunum.

Konur eru bannaðar í Afganistan, drepnar í Íran ef höfuðbúnaður þeirra hentar ekki litlu körlunum, sviptar yfirráðum yfir eigin líkama í BNA og ofsóknir gegn samkynhneigðum eru meiri en sést hafa í heiminum í þrjá áratugi.

Í þessu andrými einangrunarhyggju og þjóðernisofstækis taka öfgahægrimenn völdin í hverju ríkinu á fætur öðru. Á Ítalíu, í Svíþjóð, Ungverjalandi og nú síðast í Ísrael.

Konur eru bannaðar í Afganistan, drepnar í Íran ef höfuðbúnaður þeirra hentar ekki litlu körlunum, sviptar yfirráðum yfir eigin líkama í BNA og ofsóknir gegn samkynhneigðum eru meiri en sést hafa í heiminum í þrjá áratugi. Aldrei hefur verið brýnna að frjálslynd öfl með mannréttindi, frið og umhverfisvernd að leiðarljósi þétti raðirnar og snúi bökum saman. Evrópusambandið er þrátt fyrir allt brjóstvörn slíkra gilda í heiminum. Hér á landi getur ekki haldið áfram að ríkja þöggun um þennan samstarfsvettvang evrópskra lýðræðisríkja og framtíðarstöðu Íslands í Evrópu. Sú umræða getur ekki aðeins snúist um gamaldags viðhorf um fullveldi og sjálfstæði, alda gamlar hugmyndir sem við sjáum nú hve tortímandi geta verið. Hún getur heldur ekki fyrst og fremst snúist um krónur og aura. Við þurfum að nálgast viðfangsefnið út frá nýjum tækifærum, alþjóðasamstarfi og friði til framtíðar. En líka út frá skyldum okkar sem friðelskandi þjóðar. Skyldu okkar gagnvart eigin þjóð en sömuleiðis öðrum á þessari plánetu því allt er hér tengt og það er aðeins ein jörð. Án friðar og umhverfisverndar er engin framtíð, aðeins tortýming. Gleðilegt úrslitaár!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: