- Advertisement -

Fólk rís upp gegn lágkúru illskunnar

Kristinn Hrafnsson:

Brosgrettur Katrínar Jakobsdóttur þegar hún talar um vandann við flækjur málsins er birtingarform lágkúru illskunnar alveg eins og reiðilegar gaslýsingar Bjarna Benediktssonar…

Áfangasigur er ömurlegt orð þegar rætt er um þjóðarmorð en úrskurður Aljóðadómstólsins er viðurkenning að alþjóðalögum á að ásakanir um þjóðarmorð (hópmorð) eigi sér sterka stoð og verði að stöðva.

Þetta getur breytt pólitísku landslagi sem smám saman er að sligast í áttina að því að hætta algeru og ömurlegu afskiptaleysi. Íslensk stjórnvöld með Bjarna Benediktsson, í broddi fylkingar í utanríkismálum, ætti að taka eftir þessu. Nema Bjarni vilji stríð við almenning sem hann getur ekki annað en tapað. Almenningur hlustar með hryllingi á staðreyndir sem lagðar voru fyrir Alþjóðadómstólinn eins og þá sem situr fast í hugskoti mínu: „Á hverjum degi er fótur eða báðir fætur skornir af 10 börnum á Gaza, oftar en ekki án deyfingar“.

Staldrið við þá mynd.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Um afstöðu Bjarna Benediktssonar þarf ekki að fjölyrða. Hann umfaðmar hutverkið.

Vestrænar ríkisstjórnir leika hlutverk Adolfs Eichmanns, skósvein Þriðja ríkisins, sem yppti öxlum í réttarhöldunum í Ísrael og sagðist bara hafa fylgt skipunum á meðan Hannah Arendt lýsti honum sem aumlegri lyddu í greiningu sinni um lágkúru illskunnar.

Brosgrettur Katrínar Jakobsdóttur þegar hún talar um vandann við flækjur málsins er birtingarform lágkúru illskunnar alveg eins og reiðilegar gaslýsingar Bjarna Benediktssonar þegar hann smokrar sér undan íslenskri ábyrgð á að bjarga fólki undan þjóðamorði með því að skjóta sér á baki við skjöld lægstu og lágkúrulegustu hvata í pólitísku litrófi, rasisma og fasisma.

Meirihluti almennings er þó að rísa upp gegn lágkúru illskunnar. Sú uppreisn er um öll Vesturlönd og teygir sig jafnvel inn í stjórnsýsluna.

Fyrir hálfum mánuði gerðu 79 diplómatar í finnsku utanríkisþjónustunni fáheyraða uppreisn og gagnrýndu Elinu Valtonen, utanríkisráðherrann sinn, fyrir að taka ekki afgerandi afstöðu til að mótmæla skelfngunni á Gaza. Slík uppreisn innan utanríkisþjónustu í okkar heimshluta er líklegast án fordæma.

Þetta virtist hafa áhrif. Í gær bærðist loks líf með Valtonen utanríkisráðherra þar sem hún gagnrýndi Ísraelsstjórn harðlega og sagði að hún gæti á engan hátt réttlætt slátrunina á Gaza og ábyrgð á hörmulegum aðbúnaði íbúa, með röksemdum um sjálfsvörn. „Það er nóg komið“, sagði Valtonen.

Starfsmenn íslensku utanríkisþjónustunnar ættu að huga að þessu fordæmi kollega sinna í Finnlandi. Vilja þeir dóm sögunnar um hlutdeild í lágkúru illskunnar? Vilja þeir vera Adolf Eichmann?

Um afstöðu Bjarna Benediktssonar þarf ekki að fjölyrða. Hann umfaðmar hutverkið.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: