- Advertisement -

80% ofurskattlagning á eldri borgara

Hann talar um að setja heila 17 milljarða inn í kerfið. Veit hann hversu mikið skilar sér í vasa þeirra sem eiga að fá þetta? 3 milljarðar, nærri 14 milljarðar renna aftur í ríkissjóð í formi skatta og skerðinga.

Guðmumdur Ingi Kristinsson.

„Ég spyr mig að því hvort fjármálaráðherra sé svona rosalega sáttur við þessar gífurlegu hækkanir sem hann segir að þeir hafi sett inn í kerfið. En í svörum frá félags- og vinnumarkaðsráðherra kemur skýrt fram hverjar skerðingarnar eru og hvað skerðingarnar hafa hækkað mikið á þessu tímabili. Hann talar um að setja heila 17 milljarða inn í kerfið. Veit hann hversu mikið skilar sér í vasa þeirra sem eiga að fá þetta? 3 milljarðar, nærri 14 milljarðar renna aftur í ríkissjóð í formi skatta og skerðinga,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson Flokki fólksins.

„Árið 1988 voru lægstu ellilífeyrislaun skattlaus og fólk átti afgang upp í lífeyrissjóð. Síðan hafa hlutirnir breyst. Kjaragliðnunin er gífurleg. Skattar hafa hækkað vegna þess að persónuafsláttur hefur ekki fylgt launaþróun. 69. gr. almannatryggingalaga margbrotin. Tekin upp sérstök framfærsluuppbót og krónu fyrir krónu skerðing, sem nú er 65 aurar á móti krónu. Ef rétt væri gefið og uppreiknað frá 1988 til dagsins í dag og við værum með nákvæmlega sama kerfi þá væri þetta 400.000 kr. skatta- og skerðingarlaust í dag. Spáið í það. Þetta segir okkur hversu gífurleg þessi kjaragliðnun hefur verið undanfarinn áratug. Þessar skerðingar sem við vorum að tala um — inn í þær vantar meira að segja keðjuverkandi skerðingar yfir í félagsbótakerfið þar sem barnabætur, sérstakar húsaleigubætur og fleira skerðast. Ríkisstjórnin veit alltaf að þó að þeir stórhækki framlög inn í þessa hít þá fá þeir af hverjum 10 kr. sem þeir setja inn í það 8 kr. í vasann til baka,“ sagði Guðmundur Ingi.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: