- Advertisement -

Byggingarannsóknum var fórnað

Hægt verður að byggja og selja ís­lensk­um fjöl­skyld­um hús­næði sem þarf ekki að þola mögu­lega jarðskjálfta, svo dæmi séu nefnd. Það verður án af­leiðinga fyr­ir þá sem byggja hús­in enda ekki hægt að krefja bygg­ing­araðila um að fylgja lög­um sem ekki eru til.

Svana Helen Björnsdóttir.

Skyndilega lá mikið við að afleggja Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Það var Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir sem stýrði verkinu fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Nú skammtar ráðherrann peningum þangað sem henni sýnist. Og ekki annað.

Innan Nýsköpunarmiðstöðvar voru leyfar Rannsóknarstofnun byggingaiðnaðarins, Rb, og þrátt fyrir varnaðarorð var bara lokað Skelt í lás og ekkert kom í staðinn. Sennilega var treyst á að blessaður markaðurinn myndi redda þessu, það er byggingarannsóknum. Svo hefur ekki orðið og verður kannski aldrei.

Svana Helen Björnsdóttir, formaður Verkfræðingafélags Íslands, skrifar grein í Moggann í dag, þar sem hún fer yfir stöðu þessa máls.

Skemmdir vegna jarðskjálftanna í Grindavík:
„Þrátt fyr­ir öfl­uga jarðskjálfta í Grinda­vík og ná­grenni, og mikl­ar skemmd­ir á mann­virkj­um, hef­ur ekk­ert hús hrunið og eng­inn slasast vegna skemmda á hús­næði.“
Mynd: RÚV.

„Þrátt fyr­ir öfl­uga jarðskjálfta í Grinda­vík og ná­grenni, og mikl­ar skemmd­ir á mann­virkj­um, hef­ur ekk­ert hús hrunið og eng­inn slasast vegna skemmda á hús­næði. Þetta get­um við þakkað vel byggðum og traust­um hús­um sem byggð hafa verið af upp­safnaðri þekk­ingu og reynslu verk­fræðinga, tækni­fræðinga og annarra sem að hönn­un og bygg­ingu mann­virkja koma. Íslenskt sam­fé­lag nýt­ur góðs af ára­tuga­löng­um bygg­ingar­rann­sókn­um, m.a. rann­sókn­um á gæðum steypu og burðarþoli, vandaðri bygg­ing­ar­reglu­gerð og alþjóðleg­um bygg­ing­ar­stöðlum sem hafa verið lagaðir að ís­lensk­um aðstæðum. Nú er sú hætta yf­ir­vof­andi að þessi þekk­ing glat­ist,“ segir i upphafi greinar Svönu Helenar.

Næst rekur Svana söguna í örstuttu máli:

„Rann­sókn­ar­stofn­un bygg­ing­ariðnaðar­ins var stofnuð 1965. Stofn­un­in varð til í kjöl­far laga um rann­sókn­ir í þágu at­vinnu­veg­anna, nr. 64/​1965. Í lög­un­um var kveðið á um að verk­efni Rb ættu að vera: „Kynn­ing á niður­stöðum rann­sókna og veit­ing upp­lýs­inga um bygg­inga­fræðileg efni“. Auk þess voru á verk­efna­skrá Rb hús­næðis- og bygg­ing­ar­mál, vega­gerð, steypu­rann­sókn­ir, jarðvegs­at­hug­an­ir, kennsla og út­gáfa, meðal ann­ars út­gáfa hinna svo­kölluðu Rb-blaða sem inni­héldu marg­vís­leg­ar og hag­nýt­ar upp­lýs­ing­ar um mann­virkja­gerð.

ASK­UR mann­virkja­rann­sókna­sjóður, sem ætlað var að taka við því hlut­verki að viðhalda og efla bygg­ingar­rann­sókn­ir í land­inu, hef­ur ekki staðið und­ir vænt­ing­um, svo ekki sé fast­ar að orði kveðið. Sjóður­inn er van­fjár­magnaður. Ef rifjuð eru upp rök stjórn­valda fyr­ir niður­lagn­ingu NMÍ og hug­mynd­ir um hvað kæmi í staðinn er aug­ljóst að sú aðgerð var van­hugsuð. Iðnaðar­menn kvarta sár­an und­an því að geta ekki leitað til sér­fræðinga Rb með spurn­ing­ar um hvernig standa skuli að ýms­um útfærslum í bygg­ing­um. Þar geta grund­vall­armis­tök or­sakað mik­inn skaða með til­heyr­andi kostnaði og stund­um heilsutjóni, eins og myglu­dæm­in sanna.

Ein­hverj­ar verk­efna­bundn­ar bygg­ingar­rann­sókn­ir fara enn fram, meðal ann­ars hjá verk­fræðistof­um lands­ins og hjá Vega­gerðinni. Það er langt í frá að þetta full­nægi þörf­um þjóðar­inn­ar fyr­ir sjálf­stæðar og fag­leg­ar bygg­ingar­rann­sókn­ir.“

Áður voru alkalí­skemmd­ir í steypu rann­sakaðar hjá Rb og lausn­ir fundn­ar. Við búum í landi erfiðra veður­skil­yrða, jarðhrær­inga og eld­gosa. Áraun bygg­inga er meiri og ann­ars kon­ar en víðast ann­ars staðar. Bygg­ing­ar­göll­um í ný­byggðum hús­um hér á landi fjölg­ar sí­fellt. Má þar nefna myglu og raka­skemmd­ir, sem eru út­breitt vanda­mál, jafn­vel í ný­byggðum hús­um. Sum bygg­ing­ar­efni, sem telj­ast full­nægj­andi ann­ars staðar, reyn­ast ónot­hæf fyr­ir okk­ar um­hverf­is- og veður­skil­yrði. Það er skylda hins op­in­bera að tryggja öfl­uga neyt­enda­vernd og verja hús­næðis­kaup­end­ur gegn fúski. Það felst m.a. í því að tryggja að hér séu stundaðar sjálf­stæðar bygg­ingar­rann­sókn­ir án hagnaðarsjón­ar­miða og að tekið sé hart á slæl­eg­um vinnu­brögðum verk­taka.

Margt af því sem rann­sakað var hjá Rb og rataði í Rb-blöðin var inn­leitt í bygg­ing­ar­reglu­gerð. Má þar nefna efna­sam­setn­ingu steypu, þak­halla og loftræst­ing­ar létt­byggðra þaka, auk margra fleiri atriða. Þar með var komið í veg fyr­ir marg­vís­leg­an kostnað vegna rangra vinnu­bragða. Það sorg­lega er að í flest­um til­vik­um kost­ar ekk­ert eða lítið meira að gera hlut­ina vel. Allt bygg­ist þetta á þekk­ingu og frek­ar ein­faldri eðlis­fræði sem hönnuðir þurfa að kunna skil á og miðla áfram til iðnaðarmanna. Rb-blöð ættu að vera skyldu­náms­efni í iðnskól­um lands­ins. Sú ein­falda aðgerð myndi strax skila mikl­um ár­angri.“

Alvarleg afturför

Svana Helen Björnsdóttir.
Það er mikið áhyggju­efni meðal verk­fræðinga og tækni­fræðinga hve stjórn­mála­menn hafa lít­inn skiln­ing á mik­il­vægi djúpr­ar fagþekk­ing­ar.

Svana Helen segir að allt stefn­i í hnign­un í þess­um mál­um og al­var­leg aft­ur­för sé þegar orðin. „Staða bygg­ingar­rann­sókna á Íslandi er veru­legt áhyggju­efni eft­ir að Rann­sókn­ar­stofn­un bygg­ing­ariðnaðar­ins (Rb) var lögð niður í skref­um. Fyrst með geng­is­fell­ingu á hlut­verki henn­ar við inn­limun í Ný­sköp­un­ar­miðstöð Íslands (NMÍ), en síðan al­veg með niður­lagn­ingu NMÍ árið 2021. Þá ætla ís­lensk stjórn­völd að hætta að laga evr­ópska þol­hönn­un­arstaðla að ís­lensk­um aðstæðum. M.a. verður horfið frá ákvæðum lög­gjaf­ar sem á að tryggja jarðskjálfta­heldni húsa. Þetta mun hafa þær af­leiðing­ar að á næstu miss­er­um verða sjálf­krafa til ný viðmið, sem nú er vísað til í mann­virkjalög­gjöf með bind­andi hætti, sem inni­halda eng­ar sér­ís­lensk­ar kröf­ur til þol­hönn­un­ar mann­virkja á Íslandi.“

Best er að vitna áfram í skrif formanns Verkfræðingafélagsins: „Íslensk stjórn­völd munu með því eft­ir­láta bygg­ing­araðilum og hönnuðum þeirra ákvörðun um styrk­leika og þol mann­virkja hér á landi án þess að tekið sé til­lit til jarðskjálfta hér­lend­is sem geta verið með því mesta sem þekk­ist í Evr­ópu. Hægt verður að byggja og selja ís­lensk­um fjöl­skyld­um hús­næði sem þarf ekki að þola mögu­lega jarðskjálfta, svo dæmi séu nefnd. Það verður án af­leiðinga fyr­ir þá sem byggja hús­in enda ekki hægt að krefja bygg­ing­araðila um að fylgja lög­um sem ekki eru til.

Áður voru alkalí­skemmd­ir í steypu rann­sakaðar hjá Rb og lausn­ir fundn­ar. Við búum í landi erfiðra veður­skil­yrða, jarðhrær­inga og eld­gosa. Áraun bygg­inga er meiri og ann­ars kon­ar en víðast ann­ars staðar. Bygg­ing­ar­göll­um í ný­byggðum hús­um hér á landi fjölg­ar sí­fellt. Má þar nefna myglu og raka­skemmd­ir, sem eru út­breitt vanda­mál, jafn­vel í ný­byggðum hús­um. Sum bygg­ing­ar­efni, sem telj­ast full­nægj­andi ann­ars staðar, reyn­ast ónot­hæf fyr­ir okk­ar um­hverf­is- og veður­skil­yrði. Það er skylda hins op­in­bera að tryggja öfl­uga neyt­enda­vernd og verja hús­næðis­kaup­end­ur gegn fúski. Það felst m.a. í því að tryggja að hér séu stundaðar sjálf­stæðar bygg­ingar­rann­sókn­ir án hagnaðarsjón­ar­miða og að tekið sé hart á slæl­eg­um vinnu­brögðum verk­taka.

Margt af því sem rann­sakað var hjá Rb og rataði í Rb-blöðin var inn­leitt í bygg­ing­ar­reglu­gerð. Má þar nefna efna­sam­setn­ingu steypu, þak­halla og loftræst­ing­ar létt­byggðra þaka, auk margra fleiri atriða. Þar með var komið í veg fyr­ir marg­vís­leg­an kostnað vegna rangra vinnu­bragða. Það sorg­lega er að í flest­um til­vik­um kost­ar ekk­ert eða lítið meira að gera hlut­ina vel. Allt bygg­ist þetta á þekk­ingu og frek­ar ein­faldri eðlis­fræði sem hönnuðir þurfa að kunna skil á og miðla áfram til iðnaðarmanna. Rb-blöð ættu að vera skyldu­náms­efni í iðnskól­um lands­ins. Sú ein­falda aðgerð myndi strax skila mikl­um ár­angri.

Ef svo er voru færðar miklar fórnir til þess eins að ráðherra getur haft fingurinn á peningunum.
-sme

Það er mikið áhyggju­efni meðal verk­fræðinga og tækni­fræðinga hve stjórn­mála­menn hafa lít­inn skiln­ing á mik­il­vægi djúpr­ar fagþekk­ing­ar, tækni­legra rann­sókna og hag­nýts rann­sókn­ar­samtarfs inn­lendra og er­lendra aðila þegar kem­ur að bygg­ingar­rann­sókn­um. Við Íslend­ing­ar þurf­um að end­ur­reisa það góða og mik­il­væga starf sem var unnið á Rb. Tryggja þarf að sjálf­stæðar og nauðsyn­leg­ar bygg­ingar­rann­sókn­ir fari fram hér á landi. Slík stofn­un þyrfti að hafa sam­starf við inn­lenda og er­lenda há­skóla og rann­sókn­ar­stofn­an­ir, t.d. SINTEF í Nor­egi og LNEC í Portúgal, um þær marg­vís­legu rann­sókn­ir sem þarf til að tryggja jarðskjálftaþol, gæði og end­ingu mann­virkja hér á landi um langa framtíð.“

Það var varað við þessu öllu. Samt var haldið áfram í fullkominni vanþekkingu. Hvers vegna? Kannski aðeins til þess að ráðherra geti stýrt hvert peningar til einstakra nýsköpunar muni renna. Ef svo er voru færðar miklar fórnir til þess eins að ráðherra getur haft fingurinn á peningunum.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: