- Advertisement -

Simmi Vill: Þeir sem vinna á kvöldin og helgar eiga ekki að fá meira greitt

Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, oftast kallaður Simmi Vill, telur það óréttlátt að þeir starfsmenn sem vinna um kvöld og helgar fái meira greitt en dagvinnufólk. Þetta vill hann afnema og innleiða sama grunntaxta fyrir alla, óháð því hvenær vinnan er unnin.

Simma finnst jafnræði meðal launamanna hér á landi afar mikilvægt og því ritaði hann pistill þess efnis hversu óréttléttar álagsgreiðslur vegna kvöld- og helgarvinnu séu. Greinina kallar hann: Hug­mynd í kjara­samninga: Fyrstu átta tímar á vakt á dag­vinnu.

„Það er óréttlátt gagnvart þeim launamönnum sem geta ekki unnið um kvöld og helgar. Fjölskyldufólk er í miklum meirihluta launamanna sem eiga erfiðara með að vinna kvöld og helgarvinnu. Þeim er mismunað vegna þessa kerfis. Álagið leggst ofan á dagvinnutaxtann sem viðkomandi er með. Það þarf ekki stærðfræðing til að reikna út að starfsmenn í aukavinnu t.d. með námi þurfa færri tíma til að ná sömu launum og launamenn sem vinna 100% dagvinnu. Það er ekki jafnræði.

Færst hefur í aukana að einstaklingar vilji frekar vinna seinnipart, kvöld og helgarvinnu í stað dagvinnu. Því ættu þeir launamenn að fá hærri laun en þeir sem vinna á daginn fyrir sama starf? Það er ekki jafnræði, sérstaklega ef það er val viðkomandi launamanns að vinna á kvöldin og um helgar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það er því alveg kominn tími til að endurskoða nálgun á þetta launakerfi.

Með því að horfa á vaktir, óháð tíma, óháð virkum dögum eða helgum þá væri hægt að leggja áherslu á dagvinnutaxta og um leið einfalda alla umræðu í kjarasamningum. Hægt væri að nálgast málið með því að segja að fyrstu 8 tímar á vakt, óháð tíma eru á dagvinnutaxta, sem væri því kallaður einfaldlega: GRUNNTAXTI. Undanskilið væri helgidagar (rauðir dagar) og næturvinna.

Með þessari hugmynd væri hægt að jafna stöðu launamanna innan sama fyrirtækis. Þessi leið myndi sporna gegn verðhækkunum á vörum og þjónustu fyrir viðskiptavini og gera Ísland samkeppnishæfara í ferðaþjónustu.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: