- Advertisement -

Frjálslyndir stjórnarhættir

Reisum gagnaver fyrir útlendinga á sama tíma og okkur er sagt að við eigum ekki næga orku fyrir okkur sjálf.

Þröstur Ólafsson hagfræðingur skrifar:

Allt frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar hafa stjórnmál á Vesturlöndum einkennst af frjálslyndu lýðræði. Frjálslyndið hefur einkennst að nánast óendalegu umburðarlyndi og þolinmæði gagnvart hvers konar útafkeyrslu og afvegun borgaranna með þeirri fullvissu að þeir sem í hlut eigi muni leiðrétta sig sjálf og hætta. Já – kerfið gekk út frá þessu munstri.

Nú rekum við okkur í sívaxandi mæli á að þetta gengur ekki upp af sjálfu sér. Við ökum á nöglum þó það sé ekki nauðsynlegt og höfum hlustað á hvatningar um að forðast þá. Við erum flest í útrásargír. Reisum gagnaver fyrir útlendinga á sama tíma og okkur er sagt að við eigum ekki næga orku fyrir okkur sjálf. Dæmin eru fjölmörg því miður.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Við þurfum heildaryfirsýn og ákvarðanatöku sem tekur mið af getu og jafnvægi milli orkunýtingar og náttúruverndar. Við verðum að losa okkur undan oki markaðshyggjunnar sem segir að við eigum að hlýða og uppfylla hvers konar eftirspurn sem skila mun peningum til einhvers. Við verðum að læra að segja nei. Frjálslyndi og afskiptaleysi á flestum sviðum er orðið ónýtt stjórntæki þegar loftlagsváin knýr dyra og ofverndað og dekrað einstaklingsfrelsi fæst ekki til að haga sér skikkanlega hvað þá að taka vána alvarlega. Frelsi með ábyrgð, frjálslyndi með afmörkun.

Greinina birti Þröstur á Facebooksíðu sinni.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: