- Advertisement -

Aðeins þeir hæstlaunuðu skila hreinum tekjum til ríkisins

Samfélag Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er ekki sáttur við skrif Gylfa Arnbjörnssonar, sem miðjan.is greindi frá fyrr í dag, sjá hér. Bjarni skrifar á Facebook:

„Yfirlýsingar Gylfa Arnbjörnssonar í dag sæta mikilli furðu. Einhver myndi telja ástæðu fyrir leiðtoga launþega að fagna mestu kaupmáttaraukningu seinni ára. Og lágri verðbólgu.
En nei, það er allt að fara til andskotans heyrist manni. Bölsótast yfir ójöfnuði á Íslandi þó hér sé meiri jöfnuður en þekkist hjá samanburðarþjóðum.
Tekjuskattur á millitekjufólk er að lækka og vörugjöld og tollar að hverfa en jafnvel því er mótmælt sem ósanngirni.
Ég vek athygli á því að allur tekjuskattur ríkisins frá fyrstu sjö tekjutíundunum fer aftur út í barnabætur og vaxtabætur. Einungis þrjár efstu tekjutíundirnar skila hreinum tekjum til ríkisins.
Ef spurt er: Mun hagur Íslendinga batna 2016 samkvæmt spám? Ráðstöfunartekjur aukast? Bætur hækka? Kaupmáttur vaxa? Atvinnuleysi haldast lágt? – þá er svarið: já, já, já, já, já.
Verum jákvæð.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: