- Advertisement -

„Allt sé öðrum að kenna“

„Það er auðvitað ekki boðlegt að hér skuli málum drepið á dreif með svona þvælu, leyfi ég mér að segja…“

Bergþór Ólason á Alþingi.

Alþingi „Mig langaði að nota þetta tækifæri til að vekja athygli á þróun sem mér hefur þótt vera að ágerast nokkuð hjá ráðherrum ríkisstjórnarinnar undanfarna mánuði og jafnvel misseri, kannski mest núna síðustu vikur og mánuði. Það er að allt sé öðrum að kenna. Það er óvanalegt að sjá þá sem fara með völdin mæta í viðtal eftir viðtal, ræðu eftir ræðu og lýsa því yfir að þeir vildu nú aldeilis hafa hlutina með öðrum hætti en þetta væri bara stjórnarandstöðunni að kenna. Þetta er bara stjórnarandstöðunni að kenna,“ sagði Bergþór Ólason á Alþingi.

„Þetta eru ráðherrarnir í ríkisstjórninni sem velja sér þá samstarfsaðila sem orsaka að þeir komi ekki málunum sínum í gegn. Ástæða þess að ég nefni þetta hér er að það er heldur lýjandi og leiðinlegt í umræðunni að þurfa að byrja á að benda ráðherrum á það hverju sinni að auðvitað sé þetta þeim sjálfum að kenna, flokknum þeirra og ríkisstjórninni sem þeir styðja og sitja í. Það er auðvitað ekki boðlegt að hér skuli málum drepið á dreif með svona þvælu, leyfi ég mér að segja, um að stjórnarandstaðan sé þess valdandi að það sé orkuskortur í landinu, að stjórnarandstaðan sé þess valdandi að hér sé allt í hers höndum í útlendingamálum. Auðvitað er það ríkisstjórnarflokkunum sjálfum að kenna að staðan sé sú.“

Að lokum sagði Bergþór:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Mig langar að hvetja hæstvirta ráðherra þessarar ríkisstjórnar og leita liðsinnis forseta Alþingis í leiðinni við að ýta þeim í þá vegferð að það sé algjört lágmark að það komi alla vega mál inn til þingsins sem taka á þeim málefnum sem helst brenna á landi og þjóð, en ráðherrarnir skelli sér ekki strax í „bunker-inn“ sinn og segi: Ég kem þessu ekki áfram, stjórnarandstaðan er svo erfið. Það hefur verið sýnt hér á fyrri stigum að ríkisstjórnin hefur þann þingstyrk að hún keyrir þau mál í gegn sem hún ætlar sér að gera. Það er augljóst að öll þau vandamál sem nú blasa við og stjórnarandstöðunni er kennt um stöðuna í eru á ábyrgð ríkisstjórnarinnar sjálfrar.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: