- Advertisement -

Alþingi í kennitöluflakki?

„Það á að vera eðlilegt að hann sé hér og hlusti á þá umræðu og ég vona að þá geti hann kannski eitthvað lært og áttað sig á því að hann eigi möguleika á að fara í þá sölu án þess að klúðra henni, sem ég efast stórlega um.“

Guðmundur Ingi Kristinsson.

„Ég hélt satt best að segja að það væri bara búið að taka þetta mál út af dagskrá. Þegar þetta var kynnt upphaflega í október 2022 af þáverandi ráðherra þá mætti það mikilli andstöðu og síðan hafa setið tveir fjármálaráðherrar, annar kynnti málið og hinn hefur ekkert um það sagt. Við erum að ræða hér tvö hápólitískt mál en að mínu mati er ÍL-sjóðsmálið miklu alvarlegra. Þar er verið hreinlega að ræða um það að færa skuldir ríkissjóðs yfir á einstaklinga sem eiga réttindi í lífeyrissjóðum. Við ætlum að fara að ástunda kennitöluflakk með lagasetningu hér og mér finnst eðlilegt og sjálfsagt að þeir flokkar sem stóðu fyrir þessu á sínum tíma taki þátt í umræðunni og að forsvarsmenn þeirra flokka séu hér á staðnum,“ sagði Guðbrandur Einarsson í Viðreisn á Alþingi fyrr í dag.

Þar var hart gengið með gagnrýni á að þingið eigi að fjalla um lok ÍL-sjóðnum og sölu á drjúgum hlut af Íslandsbanka. Það voru átök í þinginu þar sem Sigurður Ingi, hinn nýi fjármálaráðherra er erlendis í embættiserindum.

Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokki fólksins sagði:

„Það á bara að vera sjálfsagt mál…“

„Það á bara að vera sjálfsagt mál að fjármálaráðherra sé viðstaddur þessa umræðu, sérstaklega varðandi sölu Íslandsbanka, svona í von um að geta byrgt brunninn svo að hann detti ekki ofan í sama pyttinn og sá ráðherra lenti í sem seldi síðast með eintómu klúðri, eins og maður segir, klúðraði málinu alveg upp fyrir haus. Það á að vera eðlilegt að hann sé hér og hlusti á þá umræðu og ég vona að þá geti hann kannski eitthvað lært og áttað sig á því að hann eigi möguleika á að fara í þá sölu án þess að klúðra henni, sem ég efast stórlega um. En það væri þó alla vega bragur á því að hafa hann við þá umræðu og það er bara sjálfsagt, hann ætti að vera hérna til þess að átta sig á því hversu alvarlegt málið var og hversu alvarlega því var klúðrað síðast.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: