- Advertisement -

Aron Einar og Eggert ekki sloppnir – Meintur þolandi kærir niðurfellingu málsins

Meintur þolandi í kynferðisbrotamáli gegn knattspyrnumönnunum Aroni Einari Gunnarssyni, fyrrum fyrirliða íslenska landsliðsins, og Eggerti Gunnþóri Jónssyni, hefur kært niðurfellingu málsins hjá héraðssaksóknara. Þeir eru því ekki hólpnir ennþá, að því er mbl.is greinir frá.

Kon­an kærði leikmennina tvo fyrir kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010, þegar þeir voru í verkefni á vegum íslenska landsliðsins.

Héraðssaksóknari felldi svo niður málið gegn Aroni Einari og Eggerti Gunnþóri Jónssyni fyrr í mánuðnum með þeim rökum að málið þætti ekki líklegt til sakfellingar. Meintur þolandi þeirra hefur nú kært niðurfellinguna.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: