- Advertisement -

Banaslys á Djúpavogi

Lögreglan á Austurlandi sendi frá sér tilkynningu um banaslys á Djúpavogi; lögreglu barst tilkynning í dag klukkan 12:45 um alvarlegt slys á hafnarsvæði í Gleðivík á Djúpavogi.

Karlmaður hafði þá hlotið áverka eftir að hafa lent fyrir lyftara.

Sjúkralið fór strax á vettvang.

Hinn slasaði – erlendur ferðamaður á sjötugsaldri – var úrskurðaður látinn á vettvangi, og er málið til rannsóknar hjá lögreglu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: