- Advertisement -

Bjarni hengdi ábyrgðina af kjarasamningum um háls Grindvíkinga

„Staðreynd­in er sú að vegna óhóf­legra vaxta­hækk­ana, þar sem öllu meðal­hófi var fleygt út um glugg­ann, standa þúsund­ir heim­ila höll­um fæti.“

Ásthildur Lóa Þórhallsdóttir.

„Formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins sagði, um leið og hann hengdi ábyrgðina á kjara­samn­ing­um um háls Grind­vík­inga, að það yrði að gera þá kröfu til allra að þau „tækju til­lit til heild­araðstæðna“ því eng­in ættu að vera tek­in úr þeim „heild­araðstæðum sem við öll vær­um föst í“,“ segir í nýrri Moggagrein Ásthildar Lóu Þórhallsdóttur, formanns Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmanns Flokks fólksins.

„Heild­araðstæðurn­ar eru ein­fald­lega þær að þúsund­ir heim­ila standa ekki und­ir hús­næðis­kostnaði sín­um. Hvernig ætl­ar rík­is­stjórn­in að bregðast við því?

Staðreynd­in er sú að vegna óhóf­legra vaxta­hækk­ana, þar sem öllu meðal­hófi var fleygt út um glugg­ann, standa þúsund­ir heim­ila höll­um fæti. Ef ekki væri fyr­ir vaxta­byrðina, þyrftu verka­lýðsfé­lög­in ekki að kalla eft­ir 25 millj­arða króna leiðrétt­ingu á til­færslu­kerf­un­um,“ segir einnig í greininni.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í Svörtu­loft­um virðast…

„Við vit­um að vaxta­lækk­an­ir hugn­ast ekki þeim sem rík­is­stjórn­in hef­ur fram­selt vald sitt til, Seðlabank­an­um. Því þó það sé erfitt að ímynda sér það er veru­leikafirr­ing­in jafn­vel enn meiri þar en hjá rík­is­stjórn­inni. Í Svörtu­loft­um virðast vaxta­lækk­an­ir hljóma eins og föður­lands­svik á meðan því er ein­mitt þver­öfugt farið.

Það er lyk­il­atriði að lækka vexti og létta þannig byrðar heim­il­anna. Verka­lýðshreyf­ing­in hef­ur unnið heima­vinn­una sína. Rík­is­stjórn­in ætti að taka hana sér til fyr­ir­mynd­ar og fara að vinna fyr­ir fólkið í land­inu.“

Hér er aðeins birtur hluti greinarinnar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: