- Advertisement -

Bjarni leitaði ekki til utanríkismálanefndar Alþingis

Hefði verið bæði betra og skynsamara.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

Hafði Bjarni Benediktsson samráð við utanríkisnefnd áður en hann tók ákvörðun um að frysta greiðslur sem ætlaðar eru til aðstoðar við fólkið á Gaza?
„Nei. Samráðsskylda ráðherra utanríkismála við Alþingi/utanríkismálanefnd er ríkari en annarra ráðherra, skv. lögum. Það hefði verið bæði betra og skynsamara,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og fulltrúi í utanríkismálanefnd Alþingis, um þá ákvörðun Bjarna Benediktssonar að frysta greiðslur til þurfandi fólks á Gaza.

Er Þorgerður Katrín sammála því sem Bjarni gerði?
„Ég hef mínar efasemdir en vil bíða með yfirlýsingar þar til nefndin hefur verið upplýst betur um málið en það er á miðvikudag. Mikilvægast í dag er að fólkið á Gasa njóti aðstoðar og sé ekki skilið eftir í þeim hörmungum sem því blasa.“

Mun ákvörðun Bjarna hafa pólitískar afleiðingar fyrir hann?


„Ætli það sé ekki betra að Katrin Jakobsdóttir svari því,“ sagði Þorgerður Katrín í samtali við Miðjuna.

Þú gætir haft áhuga á þessum

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: