- Advertisement -

Björgvin Halldórsson heldur tónleika í Hljómahöllinni

Meistari Bó verður á persónulegum nótum og rifjar upp sinn einstaka ferill.

Bestu lög Björgvins

Björgvin og hljómsveit hans rifja upp hans einstaka feril í gegnum tíðina í tónum og tali þann 25. mars næstkomandi. Þetta verða einstakir tónleikar á persónulegum nótum með einum ástsælasta söngvara þjóðarinnar.  Í hartnær 50 ár hefur Björgvín verið í tónlistinni og kosinn Poppstjarna Íslands árið 1969 og hefur haldið þeim titli síðan.

Lögin sem hann hefur hljóðritað og flutt á tónleikum skipta hundruðum og því af nógu að taka og mörg þeirra hafið fest rætur í þjóðarsál Íslendinga og eru uppáhaldslög fjölmargra Íslendinga.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tónleikagestir geta upplifað sýninguna Þó líði ár og öld um Björgvin Halldórsson sem opnaði í Rokksafni Íslands í nóvember sér að kostnaðarlausu áður en tónleikarnir hefjast og í hléi. Þetta er sýning sem engin má missa af.  Náðu þér í miða hér


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: